„Dívur“ upp á 12 stig í Júróvisjón partýið

Matarást Sjafnar

„Dívur“ upp á 12 stig í Júróvisjón partýið

Ídýfur sem bragð er að
Ídýfur sem bragð er að

Berglind Hreiðarsdóttir, einn okkar þekktasti matar-og kökubloggari landsins sem heldur úti heimasíðunni Gotterí og gersemar er tilbúin með veitingar fyrir næstu gleði okkar Íslendinga. Þegar veislu ber að garði galdrar hún fram hinar fegurstu og frumlegustu kökur sem fanga augað og bragðast guðdómlega vel. Nú hefur hún galdrað fram ídýfur í næsta partý, er ekki Júróvisjón partý framundan alla vikuna?

Það þarf svo sannarlega ekki alltaf að vera flókið að útbúa ídýfur og þessar tvær eru algjört dúndur. Báðar afar einfaldar og bragðgóðar. Ef ykkur vantar snarl fyrir næsta partý, til dæmis Júróvisjón partýið, afmæli, saumaklúbb eða hvað annað þá eru þessar fullkomnar. „Mér finnst svo mikil snilld að geta gert eitthvað svona fljótlegt og svo þarf að láta hugmyndaflugið ráða í eldhúsinu og það er hægt að nota pakkasúpur í ýmislegt annað en súpu,“ segir Berglind og er svo sannarlega ávallt með puttann á púlsinum þegar kemur að dúndur uppskriftum. Hér koma tvær hugmyndir af fljótlegum og góðum ídýfum, önnur er grænmetisdýfa og hin mexicodýfa.  Þær fara vel einar og sér en einnig gaman að hafa þær saman til að bjóða upp á skemmtilega veislu fyrir bragðlaukana. Hér má sjá vefslóðina inn á síðuna Gotterí og gersemar www.gotteri.is

Mexicodýfa

4 msk. Mexico tómatsúpa frá TORO

1 dós 18% sýrður rjómi (180 g)

2 tsk. lime safi

1 msk. saxað kóríander

Blandið öllu saman í skál og pískið saman, berið fram með nacos flögum.  Hægt er að hræra í dýfuna með smá fyrirvara og geyma hana í vel lokuðu íláti í ísskáp, hræra síðan aðeins upp í henni áður en hún er sett í skál.

 

Grænmetisdýfa

½ poki Blómkáls- og brokkolisúpa frá TORO

1 dós grísk jógúrt (350 g)

3 msk. agave sýróp

3 msk. Léttmjólk

Blandið öllu saman í skál og pískið saman, berið fram með fersku grænmeti, döðlum og valhnetum.  Hægt er að hræra í dýfuna með smá fyrirvara og geyma hana í vel lokuðu íláti í ísskáp, hræra síðan aðeins upp í henni áður en hún er sett í skál.

Púrrulauksdýfan fræga hefur lengi verið við lýði og þá er blandað saman við gríska jógúrt/sýrðan rjóma púrrulaukssúpu frá TORO. María á Paz útbjó einmitt útfærslu af einni slíkri til að hafa sem ídýfu með dásamlegum kjötbollum og þið getið fundið uppskriftina frá henni hér.

Myndir Berglind Hreiðarsdóttir

 

Nýjast