Heimili

Njótið alvöru atlætis á Hótel SELFOSSI

Það getur verið í meira lagi við hæfi að breyta hressilega um umhverfi á skömmum dögum Mörsugar á Íslandi - og því þá ekki að skella sér austur fyrir fjall á smekklegt hótel sem státar af öllu sem við á að eta.

BÆKUR:

Bækur Ragnars eru alger GLÆPUR

Sannarlega er Ragnar Jónasson erfðaprins glæpasagnanna, kominn með sína sjöundu bók á jafnmörgum árum og hefur stimplað sig inn í huga lesenda sem einhver liprasti penni þessa sagnaforms.

BÆKUR:

Algert gersemi er stríðsárabók PBB

Bókmenntafræðingurinn Páll Baldvin Baldvinsson hefur sent frá sér mikinn doðrant um stríðsárin á Íslandi þar sem hann fjallar um þær öru breytingar sem urðu á tiltölulega einhæfu og lokuðu íslensku samfélagi um miðja síðustu öld.

VEITINGAR:

Rétta andrúmsloftið er á KOL

Skólavörðustígurinn er að verða skemmtilegasta gata höfuðborgarinnar. Og enda þótt Tösku- og hanskabúðin hafi yfirgefið svæðið er þar ennþá að finna sögufræga staði millum Hallgrímskirkju og hornsins niðri við Laugaveg - og nægir þar að nefna Mokka, móður allra kaffihúsa á Íslandi.

MYNDLIST:

Njótum mótunarára ERRÓS

Mótunarár Errós frá 1955 til 1964 eru umfjöllunarefni sýningarinnar Tilurð Errós sem verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 31. október kl. 16

LEIKHÚS

Þjóðleikhúsið með alvöru PINTER

Uppsetning Atla Rafns Sigurðarsonar á Heimkomunni eftir Harold Pinter er nánast svívirðilega ögrandi. Dauninn af mygluðu karlaveldinu leggur af sviðinu - og áhorfandanum stendur á köflum ekki sama um hvert leikverkið stefnir.

KVIKMYNDIR:

Alger skyldumæting á EVEREST

Óvægin náttúran vinnur glæsilegan og eftirminnilegan leiksigur í nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, sem er ekkert minna en fimm stjarna gæðamynd með miklu persónugalleríi sem reynir við toppinn á Móður Jörð.

LEIKLIST:

Barasta farið og sjáið HRÓA

Leikárið er að hefjast með látum, jafnt norðan heiða sem sunnan - og fyrir unnendur leikhússins er margt í boði. Sú sýning sem fer þó helst með himinskautum þessa dagana er Í hjarta Hróa hattar.

TÓNLEIKAR:

Ekki missa af meistara MAGGA

Spyrja má hvaða verndarengill hafi verið yfir Íslandi það herrans ár 1945. Þá fæddust Villi Vill, Rúnni Júl, Gunni Þórðar, Megas og Maggi Eiríks, altso höfundar helftarinnar af vinsælustu og dáðustu dægurlögum þjóðarinnar, takk fyrir!

MYNDLIST:

Njótum undraheims FINNBOGA

Verk Finnboga Péturssonar setja sterkan svip á Seltjarnarnesbæ um þessar mundir. Finnbogi hefur á undanförnum árum komið fram með heillandi innsetningar þar sem ólík listform skapa nýjar hæðir í samspili skúlptúrs, hljóðs, vatns, ljóss og arkitektúrs.

Farðu í leirfótabað í HVERAGERÐI

Aktu um landið með alvöru ATLAS

Blómabindin aftur komin í TÍSKU

Smakkaðu á sætri MÚS

Frábær viðurgjörningur í STÚKUHÚSINU

Skelltu þér hringinn um VATNSNES

Tvær vindbarðar KONUR

Eldaðu einfaldasta besta PASTAÐ

Nú er það potturinn KALDI

Gramsið í ferðatösku ÓKUNNUGRA