Smakkaðu á sætri MÚS

MATUR:

Smakkaðu á sætri MÚS

Það er nú bara svona: Ekkert er guðdómlegra í munni en sæt kartöflumús þegar besti fiskur í heimi er hinum megin á diskinum, altso léttsaltaður íslenskur þorskur, helst hnakkastykkið. Við vitum það öll að hnakkinn klikkar ekki af því það er ekki hægt að klúðra honum á pönnunni þar sem hann mallar rólega á kókosolíunni eða annarri góðri olíu til steikingar. En sú sæta er algerlega málið með þessum stórkostlega mat - og uppskriftin er svo einföld að það er eiginlega kjánalegt að segja frá henni: tvær meðalstórar sætar kartöflur, ein grein rósmarín, tveir dl appelsínusafi, 50 grömm engifer og tvær matskeiðar smjör plús náttúrlega salt og pipar. Svo er að skera þær sætu í bita og sjóða varlega í appelsínusafanum í 45 mínútur með rósmaríninu, en gætið þess að bæta við vatni út í svo fljóti yfir kartöflurnar. Síið svo soðið frá og maukið kartöflurnar með fínt skornu engiferi og smjöri ...

Nýjast