Sjöfn heimsækir Írisi í sjarmerandi steinhús á Vesturgötunni: Blanda af list og eftirtektarverðir munir vekja forvitni

Íris Ann Sigurðardóttir ljósmyndari, athafnakona og frumkvöðull verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld klukkan 20:30

Sjöfn heimsækir Írisi í sjarmerandi steinhús á Vesturgötunni: Blanda af list og eftirtektarverðir munir vekja forvitni

Sjöfn Þórðar heimsækir Íris Ann Sigurðardóttur á listræna og fallega heimili hennar og fjölskyldunnar á Vesturgötunni. Íris er ljósmyndari, athafnakona og frumkvöðull. Fjölskyldan býr í sjarmerandi steinhúsi sem var byggt árið 1930 og þegar inn kemur blasir einstök sjón, blanda af list, blómlegum plöntum og eftirtektarverðum munum sem vekja forvitni. Íris Ann og eiginmaður hennar Lucas Keller reka jafnframt veitingastaðinn The Cooco´s Nest og kaffibarinn Luna Florens sem lýsa vel ástríðu þeirra beggja á skemmtilegan hátt.

Íris Ann segir meðal annars að Luna Flórens hafi upp á þetta að bjóða og segir orðrétt:

„Glæný upplifun, næstum allt til sölu sem þú sérð inni á Luna Flórens.“

Jafnframt spila ætisblóm stóran þátt í lífið Írisar Ann og á stöðunum þeirra. Missið ekki af þessari upplifun þar sem þið fáið að sjá listrænan og persónulegan stíl þar sem litagleðin hefur tekið völdin og veggirnir eru þaktir listaverkum sem gerir andrúmsloftið ljúft og nærandi.

Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20:30

 

Nýjast