21 í kvöld: „Stúlkan breiddi út faðminn og hún gat ekkert annað gert en að faðma hana“ - Frásögn í 21 frá fréttaferð Hringbrautar í Flóttamannabúðir í Grikklandi í sumar.

21 í flóttamannabúðum í Grikklandi í sumar:

21 í kvöld: „Stúlkan breiddi út faðminn og hún gat ekkert annað gert en að faðma hana“ - Frásögn í 21 frá fréttaferð Hringbrautar í Flóttamannabúðir í Grikklandi í sumar.

Bjarni Svanur, Bjartmar Oddur og Linda Blöndal
Bjarni Svanur, Bjartmar Oddur og Linda Blöndal

21 í kvöld: „Stúlkan breiddi út faðminn og hún gat ekkert annað gert en að faðma hana“ -  Frásögn í 21 frá fréttaferð Hringbrautar í Flóttamannabúðir í Grikklandi í sumar.

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður Hringbrautar og Bjarni Svanur Friðsteinsson, kvikmyndatökumaður skrásettu í tali og myndum ástandið í flóttamannabúðum á tveimur stöðum í Grikklandi en gríðarlega margar búðir eru þar og víðar í Evrópu.

Þeir segja í samtalið við Lindu Blöndal frá ferðinni og hvað sýnt verður í þessum heimildarþáttum en sá síðasti mun fjalla um stöðu hælisleitenda á Íslandi og sjónumbeint að yfirvöldum hér á landi.

Flóttamannastraumurinn er að aukast aftur til Grikklands eftir mikla holskeflu árið 2015 þegar fólk á illa búnum bátum rak í þúsundavís á fjörur eynnar Lesbos í Grikklandi.

Þrjú næstu kvöld í þættinum 21 munum við sýna umfjöllun í þremur þáttum um flóttamannabúðir í Grikklandi.  Í búðunum í Aþenu, næst höfuðborginni búa um 1500 flóttamenn sem eru búnar fyrir 600 manns. Sumir dvelja þar í allt að 4 ár.

Á Lesbos urðu útsendarar Hringbrautar vitni að átökum á milli smyglara og hafnarlögreglunnar og algjöru vonleysi flóttamannanna sem segja Evrópa hafa brugðist þeim og þegar Ísland var nefnt skildu þau ekki hvers vegna fólk væri sent til baka úr allsnægtarlandinu í norðri.

Bjarni segir að unnusta sín sem vann með tvímenningunum í fréttaferðinni hafi gengið á móts unga stúlku í flóttamannabúðunum sem mætti henni  með opinn faðminn. „Stúlkan gekk bar beint á móti henni með opinn faðminn og hún gat ekkert gert annað en að faðma hana“, segir Bjarni og að ferðin hafi tekið mikið á tilfinningalega.

Þættirnir þrír verða sýndir í röð, sá fyrsti á morgun þriðjudag 22.október, annar miðvikudag og sá þriðji á fimmtudag.

Nýjast