Cardin tískuhúsið frumsýnt með pomp og prakt í Bíó Paradís

Lífstíll

Cardin tískuhúsið frumsýnt með pomp og prakt í Bíó Paradís

RIFF sýnir myndirnar þrjár sem keppa um LUX verðlaunin í ár. Frá árinu 2007 hafa LUX verðlaun Evrópuþingsins beint sjónum að myndum sem fjalla sérstaklega um málefni almennings í Evrópu. Í ár keppa myndirnar Óleyst mál Hammarskjölds, Yfirráðasvæðið og Guð er til, hún heitir Petrunya um verðlaunin. Í gær var móttaka í tilefni af LUX verðlaununum með léttum veitingum í boði sendinefndar ESB á Íslandi. Athöfnin rann saman við frumsýningu á Cardin tískuhúsinu sem var á svipuðum tíma í troðfullri Bíó Paradís.

Á meðfylgjandi mynd eru leikstjórar myndarinnar um Cardin, P. David Ebersole og Todd Hughes með forsetafrúnni Elizu Reid, Margréti Hrafns og Hrönn Marinósdóttur

Hér er hægt að komast í myndir af viðburðinum:

Heimildarmyndin Cardin tískuhúsið eftir P. David Ebersole og Todd Hughes fyrir fullum sal í Bíó Paradís.

Milljónir þekkja vörumerkið fræga en fáir vita hver maðurinn er sem býr að baki hinu gríðarlega þekkta tískufatamerki. Við leitum svara við spurningunni: Hver er Pierre Cardin? Hver er sagan að baki goðsögninni? Í myndinni fáum við að gægjast inn í huga snillingsins í heimildarmynd sem greinir frá lífi og hönnun Cardins. Hr. Cardin er sannur frumkvöðull og hefur gefið leikstjóranum einkaaðgang að safni sínu og veldi og lofar fordæmalausum viðtölum við lok síns glæsta ferils.

Báðir leikstjórarnir mættu á frumsýninguna en þetta er í fyrsta sinn sem þeir koma til Íslands. Todd Hughes benti áhorfendum á að í myndinni sjáum við líka 70 ára þróun tækni því Pierre Cardin er orðinn 96 ára gamall. Ekki síst sé áhugavert að fylgjast með þessum unga efnilega manni sem Cardin var verða að gömlum snillingi. 

Todd bætti því við að hann hefði alltaf langað til að koma til Íslands, sem krakki hefði hann keypt kennslubók í íslensku og ætlað sér að læra tungumálið en af því varð ekki.  Áhorfendur voru mjög ánægðir með myndina og höfðu stór orð um hana.

 

Nýjast