Brynjar: „Þá knúði sorgin dyra og þau voru nánast óhuggandi“

Brynjar: „Þá knúði sorgin dyra og þau voru nánast óhuggandi“

Brynjar Níelsson hefur verið önnum kafin síðustu daga líkt og margir þingmenn. Brynjar er 2. Varaforseti þingsins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann nýtti lausa stund um daginn til að fá hvíld frá þingstörfum og fyrir valinu var kvikmyndin John Wick 3. Í aðalhlutverki er Keanu Reeves og hafa myndirnar fengið mikið lof. Keanu Reeves leikur leigumorðingja sem myrðir mann og annan til að hefna fyrir að hvolpurinn hans var myrtur.

Brynjar segir um myndina á Facebook:

„Velti því fyrir mér hvað hægt er að drepa marga í einni bíómynd. Fór á mynd um jakkaklæddan harðhaus að nafni John Wick, leikinn af þeim glaðlega kappa, Keanu Reeves, sem náði að drepa um eitt hundrað manns, bæði fyrir og eftir hlé. Leikkonan Halle Berry kom fyrir í nokkar mínútur í myndinni og náði á þeim stutta tíma að drepa nokkra tugi manna. Persónurnar sýndu ekki miklar tilfinningar nema þegar hundur einn varð fyrir skoti. Þá knúði sorgin dyra og þau voru nánast óhuggandi. Skyldi þetta vera amerísk mynd?“

Nýjast