Berðu saman öll húsnæðislán á einum stað

Heilræði fyrir fasteignakaupendur:

Berðu saman öll húsnæðislán á einum stað

Sjöfn Þórðar heldur áfram með heilræði fyrir fasteignakaupendur. Að þessu sinni er hún með góða ábendingu hvernig má gera samanburð á þeim húsnæðislánum sem í boði eru.

Fyrir flesta einstaklinga og fjölskyldur eru fasteignakaup ein mikilvægasta fjárfesting lífsins og ein af grunnþörfum mannsins. Það er því afar brýnt að vanda vel til verka. Húsnæði er jafnframt mikilvægur þáttur í eignauppbyggingu heimilanna og sennilega stærsta fjárfesting sem flestir leggja í á lífsleiðinni. Það er því sjaldan jafn mikilvægt að vanda vel til verka.

Á fjártækni vefsíðunni Aurbjörg getur þú fundið allar helstu upplýsingar um lán og samanburð á öllum helstu lánveitendum húsnæðislána til að auðvelda og einfalda val þitt þegar kemur að því að taka húsnæðislán hvort sem um er að ræða fyrstu kaup á húsnæði, stækkun á húsnæði eða endurfjármögnun til að leita betri kjara. Fasteignaeigendur eiga reglulega að skoða hvaða kjör eru boði að hverju sinni og leita allra leiða til að bæta kjör sín.  Á síðunni  Aurbjörg.is má finna gagnlegar upplýsingar um húsnæðislán. Húsnæðislánataflan á síðunni sýnir mismunandi kjör eftir því hvort um er að ræða lán fyrir fyrstu íbúðarkaupum eða ekki: https://aurbjorg.is/#/husnaedislan

Nýjast