Heimili

Hönnun

Tímalaus fegurð og glæsileiki í forgrunni

Árið 1962 hönnuðu Castiglioni bræðurnir þetta meistaraverk, klassíska Arco lampann sem hefur farið sigurför um heiminn og heillað marga upp úr skónum. Innblásturinn sóttu Castiglioni bræðurnir af einfaldri hönnun ljósastaura. Stálsveigurinn sem heldur lampanum uppi sameinar hagkvæmni, gæði, sveigjanleika og styrk. Steinfóturinn sem ber ljósið upp er gerður úr Carrara marmara, einfaldlega til þess að fá sem mestan massa án þess að taka mikið pláss. Gatið í marmaranum er til þess að auðvelda það að lyfta fætinum en ekki bara til skrauts og skáskorin hornin eru til þess að enginn meiði sig. Hér er hugsað fyrir hverju smáatriði og vandað til verka á metnaðarfullan hátt. Það má með sanni segja að notagildið hafi verið að leiðarljósi í allri hönnun Arco lampans en niðurstaðan er engu að síður fegurð og glæsileiki fram í fingurgóma í hverri línu. Arco lampinn fæst hjá Lumex og nýtur mikilla vinsælda hjá fagurkerum.

Skúli Mogensen selur glæsivilluna á Seltjarnarnesi

Skúli Mogensen, fyrrverandi eigandi WOW air hefur auglýst glæsivillu sína á Seltjarnarnesi til sölu á netinu og er húsinu lýst sem einu af tilkomumesta einbýlishúsi á Íslandi.

Arna Guðlaug Einarsdóttir meistari í kökuskreytingum verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili:

Tekur hrekkjavökuna alla leið og elskar að skreyta í fallegum haustlitum

Það styttist óðum í hrekkjavökuna ógurlegu sem er orðin vinsæl á mörgum íslensku heimilum í dag. Hrekkjavakan hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi undanfarin ár og þeim fjölskyldum og heimilum fjölgar frá ári til árs sem taka þátt. Sumir taka hrekkjavökuna alla leið og skreyta heimili sín hátt og lágt auk þess að halda í hefðir og siði vökunnar. Arna Guðlaug Einarsdóttir kökuskreytingarmeistari er ein af þeim sem tekur hrekkjavökuna alla leið og heldur líka glæsileg og litrík matarboð í tilefni hennar. Sjöfn heimsækir Örnu inn á heimili hennar og fær innsýn í undirbúninginn fyrir hrekkjavökuna þar sem heimilið er undirlagt og öllu tjaldað til. Arna segist vera dolfallin aðdáandi Hrekkjavökunnar og bætir í skreytingarsafnið á hverju ári. „Ég elska haustlitina og appelsínugula litinn sem er aðal Hrekkjavökuliturinn,“ segir Arna og er ótrúlega spennt fyrir því sem koma skal. Missið ekki af litríkum þætti í kvöld. Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30.

Sunneva Einars byrjuð með syni Bjarna Ben

Áhrifavaldurinn og samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason eru eitt nýjasta par bæjarins. Benedikt sem er 21 árs, úr Garðabæ er sonur Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur hönnunarráðgjafa.

Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur hjá Blómaval verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Haustið góður tími til að undirbúa garðinn fyrir næsta sumar

Haustið er falleg árstíð þar sem litadýrð gróðursins nær ákveðnu hámarki. Haustinu fylgja einnig ýmsar fallegar haustplöntur og býður haustið upp á mörg tækifæri fyrir komandi árstíðir. Sjöfn fær Vilmund Hansen blaðamann Bændablaðsins og garðyrkjufræðing frá Blómaval í heimsókn og spjallar um tækifærin sem í boðið eru og hvað við getum gert utandyra fyrir heimilin og fasteignir. „Haustið er góður tími til að undirbúa garðana fyrir næsta sumar og er tími haustlaukana,“ segir Vilmundur. Meira um þetta í þættinum í kvöld.

Kóríander-Lime-hvítlauks sósa/dressing - geggjuð á salatið og einnig með grilluðu lambakjöti

Þessi sósa/dressing er vegan, glútenlaus, þarf enga eldun, er olíu, sykur og soja laus.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Ómótstæðilega ljúffeng Bernaisesósa sem toppar helgarsteikina

Fáar sósur hafa notið jafnmikla vinsælda í áranna rás eins og bernaisesósan ljúfa. Sósan er upphaflega frönsk og Frakka eru þekktir fyrir list sína í matargerð og bernaisesósan er þar engin undantekning. Bernaisesósan er ómótstæðilega góð með steikum, sérstaklega nautalund og öðrum nautasteikum. Hún er allra best þegar hún er lögðu frá grunni á metnaðarfullan hátt þar sem ástríðan fyrir sósugerð er í forgrunni.

Matarást Sjafnar

Uppskrift: Gómsæta Fléttan með löðrandi súkkulaði sem fylgdi frá Kiel sem enginn stenst

Flest okkar höldum við í ákveðnar hefðir og siði þegar við bjóðum gestum heim. Sumir eru duglegir enn daginn í dag, að kalla á fjölskyldur sínar og vini og bjóða í kaffiboð um helgar. Það má með sanni segja að það hafi farið minnkandi síðustu áratugina og jafnvel tímabært að taka aftur upp gamla, góða siði og venjur og hitta fólkið sitt oftar. Tolly Thorlacius sælkeri og listabakari með meiru er ein af þeim sem heldur fast í hefðir og er iðin að bjóða heim í ljúffengt bakkelsi og stórar matarveislur og veit ekkert skemmtilegra en að fá gesti í heimsókn og spjalla um lífið og tilveruna. Tolly er margt til lista lagt, hún bakar meðal annars listrænar og fagurlegar skreytar kökur, er mikill matgæðingur og einstakur gestgjafi. Sjöfn Þórðar fjölmiðlakona heimsótti Tolly á dögunum og lék forvitni að vita hvort hún ætti sitt uppáhalds bakkesli eða köku fyrir helgarkaffið sem hún væri til í að gefa uppskriftinni af.

Fullkomin brönsbaka fyrir helgina

Fullkomin brönsbaka með Óðalsosti, Dijon sinnepi, skinku og eggjum (fyrir fjóra).

Böðvar Sigurðsson leigubílstjóri og hönnuður LED húsnúmerana verður hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Sá ekki húsnúmerin í skammdeginu í vinnu sinni og ákvað að hanna húsnúmer með lýsingu

Fjölbreytt úrval er til að húsnúmerum og það má með sanni segja að þau sjáist misvel í skammdeginu á Íslandi. Böðvar Sigurðsson leigubílstjóri fékk nýja hugmynd af gerð húsnúmera og gerði sér lítið fyrir og hannaði húsnúmer, með LED lýsingu, eftir að hafa lent í því ótt og títt að sjá ekki húsnúmerin í starfi sínu sem leigubílstjóri. Sjöfn fær Böðvar til sín og þau fara yfir tilurð LED húsnúmeranna og útlit þeirra. Meira um LED húsnúmerin í þættinum í kvöld. Þátturinn Fasteignir & Heimili verður á dagskrá í kvöld klukkan 20.30

Það auðveldasta sem við getum gert er að hætta að henda mat

Mikilvægt að innanhússarkitektar og lýsingahönnuðir vinni saman þegar kemur að innanhússhönnun

Vesturbærinn gamalgróið hverfi með sterka ímynd og sögu

Vissir þú þetta um gler?

Hvað er skríðandi í þínu rúmi?

Uppskrift: Hægelduð nauta stuttrif sem æra gestina – tryllingslega ljúffeng

Uppskrift: Hinn fullkomni haustréttur Írisar Ann – Graskers ravioli sem bráðnar í munni

Ljós í myrkri fjárhagsáhyggja: Sparnaðarhópur Aldísar fer á flug: „Það er gott að fá hjálp til að vinna bug á vandamálunum"

Rósa varð að kaupa sófa í Costco : Mælir ekki með honum : „Ekki fer maður að keyra 500 kílómetra með tóma kerru“

Nýjustu stefnur og straumar í hönnun innréttinga og nýjasta tæknin á smíðaverkstæðinu