Heilsa & Lífstíll

PreCold úðinn vinnur Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2015:

KVEFIÐ KVATT Á ÞREMUR DÖGUM

PreCold úðinn sem er vinsælasta kvefmeðal Svía er alíslenskur að uppruna og unninn úr fiskensímum sem lama og eyða kvefveirunni. Líftæknifyrirtækið Zymetech hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands fyrir þróun úðans.

Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands:

HUNDRUÐ ÁSKRIFENDA AÐ FJALLAFERÐUM

Skipulagðar ferðir á vegum Ferðafélags Íslands njóta orðið þvílíkra vinsælda á meðal Íslendinga að annað eins hefur ekki þekkst úr sögu félagsins sem stofnað var á millistríðsárunum. Hundruð áskrifenda eru að reglubundnum fjallaferðum á vegum félagsins.

Björn Margeirsson hefur hlaupið frá því hann var strákur í sveit:

PRÓFAÐI FJALLAHLAUP OG SETTI HEIMSMET

Fjallahlaup eru að verða nýjasta útivistaræði landsmanna, því ekki er nóg með að sífellt fleiri landsmenn gangi reglulega á fjöll og firnindi heldur eru æ fleiri farnir að leggja fyrir sig langhlaup út um öræfi og endaleysur íslenskra óbyggða.

Íslenskur læknir varar við minnkandi bólusetningu barna:

SKÆÐASTI SJÚKDÓMUR MANNSSÖGUNNAR

"Af hverju eru sjúkdómar eins og mislingar, sem búið var að ná góðum tökum á og stefnt að því að útrýma, farnir að geisa á ný og það í faröldrum," spyr Kristján Gunnarsson heimilislæknir í nýjum pistli sérfræðinga á hringbraut.is og svarar sjálfur: "Það er mjög einfalt. Það er vegna þess að hlutfall bólusettra hefur farið minnkandi."

Hafðu það himneskt og heilsusamlegt í ofnskúffunni:

BESTA MEÐLÆTIÐ MEÐ FISKI OG KJÖTI

Á stundum fær maður auðvitað dauðleið á því sem maður borðar reglulega, en þá er ráð að taka til á disknum - og prófa nýja áferð í munni, að ekki sé talað um annað bragð og vitaskuld meiri hollustu.

Fjalladrottningin Anna Lára vill lystugan mat í langferðum:

TEKUR MEÐ SÉR SUSHI Á FJÖLL

Anna Lára Friðriksdóttir fjallaleiðsögumaður segir það afar brýnt að kosturinn sem fólk taki með sér til fjalla sé jafn lystugur og hann gefi góða orku. Hún ætti að þekkja það að smyrja sér nesti því fjallaáhuginn kviknaði fyrir hálfum fjórða áratug

Andleg málefni að koma í stað tómrar efnishyggju:

NÝJASTA ÆÐI LANDANS ER AÐ NÁ ÁTTUM

Íslendingar eru orðnir miklu opnari fyrir andlegum málefnum heldur en var hér fyrr á tíð, segir Ásdís Olsen hjá Hamingjuhúsinu í nýjasta þætti Lífsstíls á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en hún hefur leiðbeint einstaklingum og fyrirtækjahópum við að ná áttum í erli dagsins, en námskeið hennar í núvitund (e. mindfulness) hafa notið mikilla og aukinna vinsælda á síðustu misserum.

Íslendingar leita í æ meira mæli í bætiefni:

STÓRFELLD AUKNING Í SÖLU HEILSUVARA

Sala á bætiefnum á tengdum vöruflokkum hefur aukist um að minnsta kosti þriðjung á milli áranna 2012 og 2014 að því er fram kemur í tölum innflytjenda sem hringbraut.is hefur undir höndum.

Eitt vanmetnasta heilsuráðið:

KOMDU SKIKKI Á SVEFNTÍMANN

Eitt vanmetnasta heilsuráðið varðar svefninn, sjálfa hugarróna sem fyllir líkamann orku og krafti fyrir annir morgundagsins. Æði margir fara bara að sofa þegar sá er gállinn á þeim, ekkert endilega þegar skrokkurinn kallar á hvíldina, heldur gjarnan svo seint að erfitt getur reynst að festa blund svo orð sé á gerandi.

Ekkert hressir mann betur en ...

FULLT GLAS AF GRÆNNI ORKU

Það þarf ekki að vera sérstaklega flókið að búa sér til græna bombu í glasi, altso ferskan heilsudrykk að morgni sem kemur manni svífandi út í dagin. Á vefnum heilsuhusid.is er að finna uppskrift sem óhætt er að mæla með.

ÓHREINT MATARÆÐI HELSTI ÓGNVALDURINN

MATARSÓDI DUGAR Á BÓLURNAR

ALLRA BESTA ORKAN UPP TIL FJALLA

MJÖG DEILT UM ÖRYGGI FYLLINGA

GAMALDAGS FEITUR ÍSLENSKUR MATUR

SÆTA KARTAFLAN SIGRAR ÍSLAND

VERTU VISS UM VATNSMAGNIÐ

VÍNBERIN FRÁBÆR ÚR FRYSTINUM

DREGUR MJÖG ÚR VÖÐVABÓLGU

LÁRPERA SMYR LÍKAMANN AÐ INNAN

Myndbönd

Atvinnulífið í umsjá Sigurðar K Kolbeinssonar / 2.þáttur fjallar um magaminnkun hjá Klinikinni

23.09.2019

Atvinnulífið í umsjá Sigurðar K Kolbeinssonar hefur göngu sína að nýju

23.09.2019

Sudurnesjamagasýn með Páli Ketilssyni og félögum /fimmtudaginn 19.9

21.09.2019

Kristjón Kormákur ræðir við Snorra Magnússon um ástandið innan lögreglunnar

21.09.2019

Kíkt í skúrinn/ Jói Bachmann skoðar meðal annars 12 cylendra BMW e30 cabrio

19.09.2019

Jón G Hauksson ræðir við þá Jón Sigurðsson forstjóra Össurar og Björn Zoega lækni

19.09.2019

Mannamál í umsjón Sigmundar Ernis hefur göngu sína að nýju

19.09.2019

21 á miðvikudegi / Metoo byltingin til umræðu

19.09.2019

Snædís kynnir sér hvernig nýta má tímann betur

19.09.2019

Ritstjórarnir í 21/ Sigmundur ræðir við þá Björgvin G. Sigurðsson og Val Grettisson

18.09.2019

Eldhugar/sería 3 með Snædísi Snorradóttur

18.09.2019

Eldhugar hefja göngu sína í kvöld

17.09.2019