Undarlegar staðreyndir um kynlíf

Undarlegar staðreyndir um kynlíf

Til eru hundruð furðulegra staðreynda um kynlíf, bæði skondið, skrítið og fróðlegt. Hér ætlum við í Heilsu og Lífsstíl á Hringbraut að birta nokkrar undarlegar staðreyndir um kynlíf!

IKEA-börn

Eitt af hverjum tíu börnum í Evrópu eru getin í rúmum frá IKEA

Finndu aðra afsökun en höfuðverk

Þegar kynlíf er stundað leysir það úr læðingi endorfín um líkamann sem hefur verkjastillandi áhrif. Næst þegar þessi afsökun er notuð til þess að sleppa kynlífi er hægt að vísa í þessa staðreynd.

Nóg að gera!

Sjö viagra töflur eru seldar á hverri sekúndu

Ótrúlegt magn

Á tveimur vikum framleiðir karlmaður nægilegt magn af sæði sem myndi duga til að gera hverja einustu konu á jörðinni þungaða.

Fann konuna á sömu síðu

Stofnandi match.com sem er svipuð og Einkamál tapaði konunni sinni til karlmanns sem hún hitti í gegnum sömu síðu.

Konur fá það lengur

Fullnæging kvenna stendur þrisvar sinnum lengur yfir en fullnæging karlmanns.

Karlmenn þykjast fá það!

Karlmenn gera sér upp fullnægingar. Konur hafa stundum verið gagnrýndar fyrir að gera sér upp fullnægingar en komið hefur í ljós að það gera karlmenn líka. Í rannsókn frá árinu 2014 kom í ljós að 30 prósent karlmanna höfðu gert sér upp fullnægingu.

Hærri greindarvísitala

Hópur ungmenna í Bandaríkjunum stóð fyrir rannsókn þar sem niðurstaðan var sú að þeir sem stunda lítið kynlíf eru með hærri greindarvísitölu. Einnig var niðurstaða þessarar sömu rannsóknar sú að þeir sem höfðu byrjað snemma að stunda kynlíf og stunduðu mikið af því líklegri til að komast í kast við lögin.

Nýjast