Þetta gerist ef þú hættir að drekka áfengi í heilan mánuð: 7 mögnuð atriði

Þetta gerist ef þú hættir að drekka áfengi í heilan mánuð: 7 mögnuð atriði

Hvítt að kvöldi eða einn kaldur að loknum vinnudegi getur leitt af sér þyngdaraukningu, kvíða og jafnvel raskað heilbrigðum nætursvefni. Er kominn tími til að leggja glasið á hilluna og taka upp breyttan lífsstíl?

 Auðvitað getur verið notalegt að fá sér einn kaldan fyrir svefn. Að ekki sé talað um þá slökun sem fólgin er í hvítvínsglasi. 

Áfengi, sé þess neitt í hófi, getur verið skemmtilegur félagi og til er fólk sem kann með vín að fara.

En áfengi getur líka verið lúmskur óvinur; hófdrykkja getur kynt undir vægu þunglyndi og leitt af sér þyngdaraukningu, dregið úr viljastyrk og hamlað heilbrigðum nætursvefni.

Hér fara sjö athyglisverðar breytingar sem þú mátt eiga von á ef þú leggur glasið frá þér í heilan mánuð og neytir óáfengra drykkja þess í stað.

Nætursvefninn verður þéttari og betri

Einmitt. Þó eitt glas af léttvíni geti dimmu í dagsljós breytt, rétt áður en þú ferð í rúmið, er ekki úr vegi að ætla að jafnvel hæfileg víndrykkja fyrir svefn geti valdið andvöku. Áfengi örvar heilastarfsemina meðan á svefni stendur sem gerir aftur að verkum að heilinn hvílist ekki nægilega meðan viðkomandi sefir.  Þess vegna vaknar þú þreyttari að morgni, ef ekki bara með timburmenn í ofanálag.  

Sennilega grennist þú örlítið

Áfengi er sneisafullt af hitaeiningum. Í alvöru talað, í einni margarítu eru heilar 120 kaloríur. En vissir þú að eitt gramm af áfengi inniheldur einnig fleiri hitaeiningar en prótein og kolvetni? Að sama skapi dregur úr fitu í lifrinni og kólesteról- ásamt blóðsykurmagni lækkar þegar þú leggur glasið frá þér. Sem svo aftur dregur úr áhættu á sykursýki og hjartasjúkdómum.

Þú upplifir meiri gleði og minni kvíða

Auðvitað getur einn kaldur að loknum löngum vinnudegi dregið úr streitu og laðað fram fliss á umræddu augnabliki, en áfengi er í eðli sínu niðurdrepandi fyrir sálina og reglubundin neysla þess kyndir undir þunglyndi. Þegar þú drekkur áfengi, framleiðir líkaminn þannig meira magn af streituhormónum. Með því einu að leggja glasið til hliðar dregur þú því úr kvíða og kyndir undir vellíðan, sem svo aftur orkar hvetjandi og eykur afkastagetu þína.

Aukinn viljastyrkur fer að láta á sér kræla

Jákvæð keðjuverkun leiðir hvern smásigurinn af fætur öðrum af sér; þegar þú leggur áfengið á hilluna verða leiðinlegu smáverkefnin sem virtust óyfirstíganleg áður, auðveldari viðureignar. Hvort sem þú ætlar þér að leggja unnar matvörur á hilluna eða hefja íþróttaiðkun skiptir litlu, afkastagetan verður einfaldlega meiri og úthaldið eykst að sama skapi.

Rakastig húðarinnar verður mun betra

Áfengi dregur úr rakamyndun húðarinnar og dregur úr framleiðslu líkamans á hormónum sem hjálpar líkamanum að viðhalda réttu rakastigi líkamans. Fólk sem hirðir ekki bara vel hörundið, heldur innbyrðir nægt vatn er iðulega með gullfallegt hörund. Með því einu að leggja áfengið á hilluna, máttu því eiga von á að húðin taki jákvæðum breytingum; þurrir leiðindablettir og bólumyndun geta jafnvel horfið með öllu.

Fáeinir kunningjar draga sig að öllum líkindum í hlé

Ekki taka þessu persónulega. Þeir kunningjar þínir (því vinir láta sig ekki hverfa við jákvæðar lífsstílsbreytingar) sem draga sig í hlé, taka ákvörðun þinni sennilega sem gagnrýni á þeirra eigin lífsstíl. Ef tækifæri gefst til, skaltu einfaldlega leiða þeim sömu fyrir sjónir að ákvörðun þín sé af persónulegum toga, ekki vegna þess að þér líki illa við viðkomandi. Sannaðu til, þeir sem bera hlýjan hug til þín snúa aftur þegar upp fyrir þeim rennur hversu skemmtileg/ur þú ert án áfengis.

Fjárhagurinn tekur jákvæðum breytingum

Áfengi er rándýrt. Taktu bara saman hversu miklum fjármunum þú hefur varið í bjór, léttvín og aðra áfenga drykki undanfarinn mánuð. Settu peningana í krukku, sömu upphæð og þú eyddir í áfengi áður en þú hættir ~ taktu svo saman í lok mánaðar hvað hefur sparast og njóttu þess að fara í nudd. Eða helgarfrí. Hvað sem er. Þú átt það skilið.

Nýjast