Sunna Ýr miður sín – Engin á skilið þessa niðurlægingu: „Sjáðu spikið á þessari“

Sunna Ýr miður sín – Engin á skilið þessa niðurlægingu: „Sjáðu spikið á þessari“

„Ég verð að tjá mig um eitt miður skemmtilegt sem ég heyrði af. Á fimmtudaginn síðasta var ein sú yndislegasta stelpa sem ég hef kynnst stödd á æfingu í World Class Breiðholti. Þar var hún, klædd í topp og íþróttabuxur þar sem hún gleymdi bol heima fyrir en lét það ekki stoppa sig að taka æfingu.“

Svona byrjar færsla sem Sunna Ýr Perry, stofnandi síðunnar Motivational stelpur skrifaði fyrr í dag. Sunna gaf Hringbraut góðfúslegt leyfi til þess að deila skrifum sínum.

Enginn á að þurfa að upplifa slíka niðurlægingu

Eins og gefur til kynna er síðan stofnuð til þess að hvetja konur áfram í heilbrigðum lífsstíl og það að gera lítið úr öðrum er ekki leyft á síðunni. Sunna skrifar færsluna vegna þess að hún er miður sín yfir því hvernig móttökur vinkona hennar fékk þegar hún var á æfingu á dögunum.

„Í lok æfingar var hún stödd á teygjusvæðinu þar sem tvær pólskar stelpur voru einnig að gera sitt. Heyrnartólin hjá henni voru batteríslaus og heyrir hún út undan þessar stelpur vera tala á pólsku um hana, þær voru að segja, á pólsku, „sjáðu spikið á þessari” og fleiri ljóta hluti án þess að gera sér grein fyrir því að stelpan er einmitt sjálf pólsk svo hún skildi allt.“

Segist Sunna vera ótrúlega sár fyrir hönd vinkonu sinnar að hafa þurft að lenda í þessu og vill hún biðja allar konur að vera meðvitaðar um hversu sár svona orð geta verið.

„Ég vona svo INNILEGA að þessar stelpur sem létu þessi orð falla muni ALDREI þurfa upplifa þessa niðurlægingu sem hún upplifði þarna hlustandi á þær því þetta á ekki nokkur manneskja skilið og segir svo miklu meira um þessar stelpur en hana sem lenti í að þurfa heyra þetta sagt um sig. Ég er svo gáttuð á þessu að eina sem ég hef að segja í raun er skammist ykkar, skammist ykkar svo innilega þið tvær! Getum við plís stelpur haldið betur utan um hvor aðra, tekið okkur SJÁLFAR í sjálfsskoðun og hugsað áður en svona orð eru látin falla? Það er ekki mikið að biðja um og ég vona svo innilega ég muni ekki heyra af svona ljótum og niður rífandi hlut aftur.“

Nýjast