Sigursteinn ræðir geðveikina

Sigursteinn ræðir geðveikina

Fyrir jól gaf Sigursteinn Másson út bókina Geðveikt með köflum, sem fjallar um fjóra geðveika kafla í lífi hans. Í kvöld fer fram höfundarspjall í Hannesarholti með Sigursteini, þar sem hann mun lesa kaflabrot úr bók sinni, svara spurningum um efni hennar og ræða við gesti um geðheilbrigðismál í víðu samhengi.

Sigursteinn greindist með geðhvörf haustið 1996 og segir það að vera sáttur og að halda í vonina vera grunn batans. Hann var formaður Geðhjálpar í átta ár og lét að sér kveða í geðheilbrigðismálum um árabil. Áður var hann sjónvarpsfréttamaður og vann að gerð heimildarmynda m.a. um hin svonefndu Geirfinns- og Guðmundarmál. Síðustu fimmtán ár hefur hann starfað að dýravelferðarmálum.

Kvöldstund með Sigursteini Mássyni hefst klukkan 20:00 í kvöld í Hannesarholti. Nálgast má Facebook viðburð hér.

Sigursteinn gestur í Mannamáli

Fyrir jól var Sigursteinn gestur Sigmundar Ernis í Mannamáli. Þar fór hann um víðan völl og ræddi meðal annars þá nýútkomna bók sína.

Viðtalið í heild sinni er að finna hér:

 

Nýjast