Rek geðveikina til dópsins og GusGus

Högni Egilsson er einstaklega opinskár í Mannamáli kvöldsins:

Rek geðveikina til dópsins og GusGus

Læknar mínir ráðlögðu mér eindregið frá þessum lífsstíl mínum að þvælast með GusGus út um allar heimsins trissur og lifa því óreglulega lífi sem tónleikahaldinu fylgir. Ég rek geðveikina mína til GusGus, svo og dópsins sem fylgdi með. Hvorutveggja ruglaði mig í ríminu.

Þetta segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson í einstaklega persónulegu viðtali í Mannamáli kvöldsins, en þar rekur hann óvenjulega ævi sínu, allt frá því hann var skírður í höfuðið á látnum bróður sínum og ólst upp á djassgeggjuðu tónlistar- og íslenskuheimili í Reykjavík. Hann er tvíburi, en þeir jafnaldrarnir eru eins og svart og hvítt; hann bóheimskur tónlistarsveimhugi, en tvíburabróðirinn Andri jakkafataklæddur stærðfræðingur í Seðlabankanum.

Og mann setur eiginlega hljóðan þegar hann talar um maníuköst sín og þunglyndið sem byrjaði að herja á hann á miðjum þrítugsaldri - og hvernig tilfinning það er að vera að drukkna í pytti fullum af draugum og upplifa skelfilegar sjálfsvígshugsanir, milli þess sem manni finnst maður geta haldið í hönd guðs.

Þáttinn í heild sinni er að finna hér:

Nýjast