Rannsaka veikindi ungra barna

Umfangsmikil rannsókn á veikindum barna og fjarveru foreldra frá vinnu:

Rannsaka veikindi ungra barna

Rannsókn á veikindum ungra barna og fjarveru foreldra frá vinnu og námi vegna þeirra stendur nú yfir á vegum Barnaspítala Hringsins með stuðningi Samtaka atvinnulífsins.  Rannsóknin er viðamikil og þátttakendur nú þegar um 3000 talsins.

Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir og Eyjólfur Árni Ragnarsson, formaður SA, ræða rannsóknina og tilgang hennar við Margréti Marteinsdóttur í frétta- og umræðuþættinum 21 í kvöld.  Þeir segja að rannsóknin sé afar mikilvæg því niðurstöðurnar geti hjálpað til við að finna leiðir, meðal annars á vinnumarkaði, til að aðstoða ungt fólk sem er mikið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda barna.

Valtýr segir að þetta sé lítið sem ekkert rannsakað. Fámennið hér geri það að verkum að auðveldara sé að ná til fólks og fá upplýsingar frá sem flestum þannig að hægt sé að fá sem skýrasta mynd af umfangi veikinda barna og fjarveru foreldra vegna þeirra. 

Nýjast