Örvhentir eru gáfaðri en rétthentir

Örvhentir eru gáfaðri en rétthentir

Örvhentir eru klárari en þeir sem nota hægri höndina í verkefnum daglegs lífs.  Talið er að á milli 10-13,5% fólks sé ekki rétthent. Hvora höndina fólk notar er birtingarmynd heilastarfsemi og tengist þar af leiðandi vitsmunum. Rannsóknin snerist um að skoða m.a. tengsl milli handanotkunar og færni í stærðfræði, og birt var á Pressunni en þar var vitnað í vísindaritið Frontiers in Psychology. Rannsóknin var unnin af vísindamönnum við háskólann í Liverpool, Mílan og Maastricht. Niðurstaðan var að hægra heilahvel örvhentra er þroskaðra en rétthentra en þar á rýmisgreindin heima og þá vinna örvhentir upplýsingar hraðar en rétthentir.

Vefsíðan IFL Science tók saman niðurstöður úr rannsóknum um tengsl milli stærðfræðihæfni og þess að vera örvhentur en um 2300 nemendur á ýmsum aldri tóku þátt í rannsókninni. Þeir sem örvhentir voru gekk betur en meðaltalinu í að leysa flókin vandamál. Örvhentir og rétthentir standa jafnfætis þegar um einfaldari dæmi er að ræða.

Þeir sem flokkast sem afar rétthentir, þeim gekk verr en meðaltalinu í öllum dæmum.

Því má segja það fullum fetum, örvhentir eru gáfaðri en rétthentir

Nýjast