NÝTT TE: SAURBÆR, STILLA, RÓSA FRÆNKA!

Anna Rósa grasalæknir fer alltaf sínar leiðir í blöndun góðra tea:

NÝTT TE: SAURBÆR, STILLA, RÓSA FRÆNKA!

Heilsuhúsið býður nú upp á sérvalin te úr ranni Önnu Rósu grasalæknis sem hefur aflað sér virðingar fyrir störf sín á sviði hollrar og góðrar tegerðar sem æ fleiri landsmenn njóta daglega. 

Anna Rósa er Íslendingum að góðu kunn, en hún hefur starfað við ráðgjöf á eigin stofu við grasalækningar í rúmlega tvo áratugi ásamt því að halda fjölda námskeiða um lækningajurtir og smyrslagerð. Hún tínir sjálf allar íslensku lækningajurtirnar sem hún notar í vörurnar sínar og handhrærir öll kremin og smyrslin. 

Teblöndurnar sem hún býður upp á í Heilsuhúsinu eru sex talsins og hver og ein er blanda sérvalinna jurta sem gegna ákveðnu hlutverki:

Orkute 
Allar tejurtirnar í þessari blöndu er sérvaldar til að hressa og gefa aukna orku. Í blöndunni er t.d. piparmynta, engifer, íslenskur vallhumall og hvannarfræ en allt eru þetta jurtir sem gefa auka orku án þess að innhalda koffín. Orkuteið er þar að auki einstaklega bragðgott og það er t.d. tilvalið að nota það til að minnka kaffidrykkju. 

Auðhumla
Eins og nafnið gefur til kynna tengist þessi teblanda mjólk en hún hefur reynst ákaflega mjólkuraukandi fyrir konur með barn á brjósti. Anna Rósa hefur búið til þessa blöndu í mörg ár með afar góðum árangri en allar jurtirnar í blöndunni eiga margra alda sögu í grasalækningum sem mjólkuraukandi jurtir. 

Stilla
Lækningajurtirnar í þessari te-blöndu er allar þekktar fyrir að hafa róandi áhrif og lækka blóðþrýsting. Þetta te hentar því vel fyrir þá sem eru stressaðir, eiga erfitt með svefn eða eru með háan blóðþrýsting af völdum streitu. 

Saurbær
Þessi blanda er úrval af lækninga-jurtum í dufti sem eiga það sameiginlegt að hafa hægðalosandi áhrif. Einfalt er að hræra duftið út í heitt vatn og drekka en jurtaduftið þykir einnig draga úr uppþembu, vindverkjum og ristilkrampa. 

Vatnsleysa
Allar lækningajurtirnar í þessari teblöndu er þekktar fyrir að hafa vatnslosandi áhrif og draga úr bjúg og verkjum í liðum vegna vökvasöfnunar. Hentar þunguðum konum.

Rósa frænka
Nafnið á þessari teblöndu hefur lengi tengst blæðingum í hugum íslenskra kvenna en jurtirnar í þessari blöndu er sérvaldar með það í huga að draga úr túrverkjum.  

Nýjast