Margrét ósátt: „Þvílíkir aular“ - Anna Kolbrún eina konan á þingi sem studdi ekki afnám „bleika skattsins“ á tíðavörum

Margrét ósátt: „Þvílíkir aular“ - Anna Kolbrún eina konan á þingi sem studdi ekki afnám „bleika skattsins“ á tíðavörum

Í gær var hinn svokallaði „bleiki skattur“ lækkaður úr 24% í 11%. Um er að ræða tíðarvörur og getnaðarvarnir fyrir konur og nær til allra einnota og margnota tíðavara eins og dömubinda, túrtappa, tíðarbikara og allra tegunda getnaðarvarna. Það sem vekur mikla athygli er að Anna Kolbrún Árnadóttir sem var meðflutningsmaður frumvarpsins samþykkti ekki frumvarpið. Var hún eina konan í sal Alþingis í gær sem ákvað að veita frumvarpinu ekki brautargengi. Þessi lækkun skiptir miklu máli fyrir konur hér á landi.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata var aðalflutningsmaður frumvarpsins en í greinargerð segir að markmið þess sé að draga úr kostnaði vegna nauðsynlegra hreinlætisvara. Þá var markmið líka að jafna bil á milli kynjanna þegar kemur að hreinlætisvörum og getnaðarvörnum.

Mikil samstaða var um frumvarpið og var samþykkt af öllum þingmönnum, nema átta þingmönnum Miðflokksins. Margrét Tryggvadóttir fyrrverandi þingmaður gagnrýnir Kolbrúnu og Miðflokkinn harðlega fyrir að setja hjá í máli sem er afar mikilvægt fyrir konur hér á landi. Margrét bendir á að Anna Kolbrún hafi verið formaður aðgerðahóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar um launajafnrétti kynjanna 2013–2016, formaður Jafnréttissjóðs Íslands frá 2016. Margrét segir:

„Hún var líka einn meðflutningsmanna frumvarps sem fól í sér að afnema "bleika skattinn", þ.e. lækka virðisaukaskatt á vörur sem tengjast tíðum kvenna. Þegar frumvarpið var samþykkt í gær sá þessi sama Anna Kolbrún sér ekki fært að samþykkja þessa kjarabót til allra kvenna. Mér finnst hún skulda okkur skýringar á því.“

það skal tekið fram að engar teljandi breytingar urðu á frumvarpinu sem ætti að ýta undir að Anna Kolbrún ákvað að styðja það ekki. Þá segir Margrét á öðrum stað:

„Ef einhver hélt að Miðflokkurinn væri kannski ekkert svo ömurlegur flokkur þá gerði hann minnst tvennt í dag til afsanna það. Hann fór í málþóf um loftslagsmál og gat svo ekki samþykkt að lækka skatt á nauðsynlegar vörur sem konur þurfa að nota. Þvílíkir aular.“

Nýjast