Líkaminn: Hvað er mergæxli?

Fræðsluþátturinn Líkaminn var á dagskrá Hringbrautar í gærkvöld:

Líkaminn: Hvað er mergæxli?

Fræðsluþátturinn Líkaminn var á sínum stað á dagskrá Hringbrautar í gærkvöld en þar var eins og vanalega leitast við að svara áhugaverðum spurningum um starfsemi mannslíkamans.

Þáttinn má nú sjá hér á vef stöðvarinnar, en það var prófessor Sigurður Yngvi Kristinsson sem reið á vaðið í gærkvöld og útskýrði eðli og hegðun mergæxla, en hann er læknir í blóðsjúkdómum og hefur nú hrundið af stað viðamikilli rannsókn á algengi þessa æxlis sem fæstir landsmenn vita mikið um.

Hjúkrunarfræðingurinn Eva Sveinsdóttir ræddi svo um mikilvægi hreyfingar, en hún þekkir það úr starfi sínu sem lögregluþjónn og sjúkraflutningamaður hversu mikilvægt er að vera líkamlega vel á sig kominn og stæla skrokkinn reglulega.

Loks fjallaði bráðatæknirinn Óskar Örn Steindórsson um rétt viðbrögð við sykurfalli fólks, en mjög mikilvægt er að vita hver fyrstu viðbrögðin eiga að vera undir þeim kringumstæðum.

Líkaminn er frumsýndur öll miðvikudagskvöld klukkan 20:00 á Hringbraut en umsjón með þættinum hafa hjúkrunarfræðingurinn Helga María Guðmundsdóttir og sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson.

 

Nýjast