LÆKNAR VARA EINDREGIÐ VIÐ RAFRETTUM

Læknar og lýðheilsufrömuðir segja rafrettur enga lausn:

LÆKNAR VARA EINDREGIÐ VIÐ RAFRETTUM

"Í samanburðarrannsóknum hafa rafrettur ekki reynst marktækt betri en aðrir nikótíngjafar, t.d. nikótínplástur eða tyggjó, í reykleysismeðferð. Staðreyndin er sú að yfir 90% þeirra sem reyna að skipta úr sígaretttum fyrir rafrettur halda áfram að reykja sígarettur."

Þetta er tilvitnun í grein á annars tugs lækna og lýðheilsufrömuða í Fréttablaðinu í dag sem vara eindregið við rafrettum og spyrja hvort þar sé á ferðinni úlfur í sauðagæru.

Innan við áratugur er frá því byrjað var að markaðsvæða rafrettur á Vesturlöndum og voru þær í upphafi sagðar skaðlausar. Reyndin er önnur eins og komið hefur á daginn - og það er tilefni skrifa læknanna sem hér er vitnað til. Á meðal þeirra eru Örvar Gunnarsson, krabbameinslæknir, Þórarinn Guðnason, hjartalæknir, Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítala, lungnalæknarnir Gunnar Guðmundsson, Hans Jakob Beck, Hrönn Harðardóttir og Sigríður Ólína Haraldsdóttir, svo og Kristján Oddsson, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins og forstjóri þess.

Þessir læknar segja ásamt kollegum sínum að engar vísbendingar séu um að rafrettur séu betri kostur en aðrir nikótíngjafar í reykleysismeðferð. Vökvinn, sem nikótíninu sé blandað við og eimist við bruna í rafrettunum, sé ekki skaðlaus vatnsgugfa heldur innihaldi hún skaðleg efni og nýleg rannsókn hafi nú sýnt að rafrettuvökvi án nikótíns geti valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða.  

Nýjast