Hanna Rún og kjaftasögurnar: Sögð eiga í ástarsambandi við föður sinn

Hanna Rún og kjaftasögurnar: Sögð eiga í ástarsambandi við föður sinn

Hanna Rún Bazev Óladóttir er einn af okkar bestu dönsurum og hefur náð frábærum árangri bæði hér heima og erlendis. Í ítarlegu viðtali við Hlaðvarpsþátt dægurmáladeildar Fókus fjallar hún um feril sinn. En árangri fylgir ekki alltaf einungis gleði. Öfund og baktal geta einnig gert vart við sig og Hanna Rún hefur orðið nokkuð fyrir barðinu á því. Hanna Rún segir í viðtalinu:

„Það fylgdi því auðvitað alls konar sögur og baktal og svona, sem ég tók inn á mig þegar ég var yngri því ég gat ekki skilið af hverju fólk væri að búa til lygasögur. Ég skildi bara ekkert hvað ég hafði gert rangt. Ég var náttúrulega að ná góðum árangri og sumir voru ekki að fíla það. Ég gat ekki alveg skilið það. En með tímanum lærði ég að láta þetta fara inn um eitt og út um hitt og það var mikil traffík í gegnum eyrun.“

Í dag kveðst hún nýta kjaftasögurnar til að styrkja sig. En sumar geta orðið nokkuð einkennilegar. Hanna Rún segir:

„Einhvern tímann var talað um það þegar ég var að vinna hjá mömmu og pabba í Gullsmiðju Óla að ég væri að deita gullsmiðinn og hann gæfi mér skartgripi og peninga. En það var enginn að fatta að ég væri Óladóttir – Gullsmiðja Óla. Hann er pabbi minn!“

Hanna Rún bætir við: „Það var verið að reyna allt. Ég man að mér fannst þetta ekki fyndið þegar ég heyrði þetta fyrst en svo hló ég nú bara að þessu.“.

Nýjast