Halli Reynis er látinn: „Hann var drengur góður og flinkur tónlistarmaður“

Halli Reynis er látinn: „Hann var drengur góður og flinkur tónlistarmaður“

Tónlistarmaðurinn Haraldur Reynisson er fallinn frá, 52 ára að aldri. Var hann þekktur undir listamannsnafninu, Halli Reynis. Hann gaf út átta sólóplötur á ferlinum og kom sú fyrsta út árið 1993. Þótti hann einn af okkar bestu trúbadorum en hann átti einnig lög á plötum annarra listamanna. Þá tók hann þátt í Eurovision á árunum 2011 og 2014. Á vef Vísis segir að Haraldur hafi verið alinn upp í Reykjavík en ættaður úr Dölunum.

Síðustu ár starfaði Haraldur sem tónlistarkennari í Ölduselsskóla. Fréttablaðið greindi frá því að tilkynning hefði verið send frá skólanum á foreldra barnanna í morgun.

Spurður um áhrifavalda sagði Halli í viðtali að sú tónlist höfðaði mest til hans væri sú þar sem áherslan væri á texta. „Bubbi, Hörður Torfa, Bjartmar og KK og Maggi Eiríks, svo maður gleymi honum ekki. Bob Dylan tel ég upp af erlendum tónlistarmönnum og Björn Afzelius sem var sænskur tónlistarmaður.“

Bubbi Morthens  og Björgvin Halldórsson minnast Halla. Bubbi segir: „Halli Reynis er fallinn frá. Hann var drengur góður og flinkur tónlistarmaður. Blessuð sé minning hans.“

Björgvin Halldórsson skrifar:

Blessuð sé minning Halla. Góður drengur. Virðing.“

Hér fyrir neðan má sjá framlag Haraldar í Söngvakeppninni árið 2013:

Nýjast