GUÐRÚN OG HANNES Í BESTA MATNUM

Sannkallaðir gleðigjafar hjá Völu Matt á Hringbraut í kvöld:

GUÐRÚN OG HANNES Í BESTA MATNUM

Keppnin: Besti maturinn er á sínum stað á Hringbraut í kvöld, en í þessum þriðja þætti seríunnar koma tónlistar og fjölmiðlahjónin Guðrún Gunnarsdóttir söngkona og Hannes Friðbjarnarson tónlistarmaður og heila Völu matt upp úr skónum. Dómari þáttarins er Gunnar Helgason.
 
Þau hjónin matreiða fyrir okkur salat með nautasneiðum í aðalrétt og svo jógúrt með berjasósu í eftirrétt. Þau eru mjög samstillt hjónin en það er augljóst að Guðrún er sú sem stjórnar í eldhúsinu á þeirra heimili. Bæði eru miklir sælkerar og njóta þess að matreiða fyrir fjölskylduna sem stundum er fjölmenn og stundum fámenn allt efir því hverjir detta inn hjá þeim hjónum. Í spjallinu yfir matartilbúningnum sögðu þau hjónin okkur meðal annars frá því hve mikið matarúrvalið hefur breyst og batnað frá því þau voru börn. Guðrún minntist þess til dæmis að þegar hún var lítil var áramótamaturinn á hennar heimili kjúklingar grillaðir á teini sem var nýnæmi á þeim tíma því kjúklingar fengust hreinlega ekki þá á landinu og þurfti því að smygla kjúklingunum til landsins. Guðrún minnist þess að þetta hafi verið hreint ævintýri að fá kjúkling í hátíðarmat!
 
Þegar Guðrún Gunnars söngkona var lítil var áramótamaturinn á hennar heimili grillaðir kjúklingar á teini sem var nýnæmi á þeim tíma því kjúklingar fengust ekki á landinu og þurfti því að smygla þeim til landsins! Þetta var mikið ævintýri að hennar mati!
 
Í þættinum fann dómarinn Gunnar Helga nýtt orð fyrir enska orðið salad dressing eða salad dressingu og kallar salatsósuna salatklæðningu.
 
Keppnin: Bestir maturinn er á dagskrá klukkan 20:00 í kvöld og endursýnd strax klukkan 22:00.

Nýjast