Góð ráð fyrir verðandi mæður

Í gærkvöld var Hugarfar með Helgu Maríu tileinkaður verðandi mæðrum:

Góð ráð fyrir verðandi mæður

Það var fjölmennt í þættinum Hugarfar með Helgu Maríu í gærkvöld og var þátturinn tileinkaður verðandi mæðrum.

Fyrst var rætt við lækninn Unu Emilsdóttur um hvaða matvæli ófrískar konur eiga að forðast. Næst var spjallað við kírópraktorinn Vigni Þór Bollason um helstu stoðkerfiskvilla sem koma upp á meðgöngu og meðferðir við þeim.

Einnig segir sjúkraþjálfarinn Agnes Ósk Snorradóttir frá æskilegri hreyfingu fyrir mæður eftir fæðingu. Karlmennirnir voru ekki skildir útundan í þættinum og var rætt við kírópraktorinn Guðmund B. Pálmason um helstu stoðkerfiskvilla karla og hans meðferð við þeim.

Þáttinn í heild sinni má nálgast hér:

Í næsta þætti verður farið í heimsókn til Sölva Tryggvasonar og Pálmars Ragnarssonar og rætt um almenna heilsu og jákvæð samskipti.

Nýjast