FEITASTA EÐA HEILBRIGÐASTA ÞJÓÐIN?

Heilsuráð Lukku í gærkvöld fjallaði um þjóð sem forðast staðreyndir:

FEITASTA EÐA HEILBRIGÐASTA ÞJÓÐIN?

Ætlum við að eyða orkunni í að rífast um hvort við séum feitasta þjóð í heimi eða í sjötta sæti á þeim lista eða finnst okkur meiri skynsemi í að snúa blaðinu við og verða heilbrigðasta þjóð í heimi?
 
Á þessa leið spurði Lukka Pálsdóttir í þætti sínum Heilsuráð Lukku á Hringbraut á mánudagskvöld, en þættir hennar sem verða á dagskrá stöðvarinnar fram undir vetrarlok, fjalla um leiðina til betra mataræðis og næringarríkara lífs.
 
Lukka er þjóðkunnur veitingamaður í Happi - og heilbrigður lífsstíll er eitt hennar helsta hugðarefni: "Tölfræðin segir okkur að offita er að verða stærsta ógn við heilsufar Íslendinga," sagði hún í þætti gærkvöldsins - og bætti við. "og ráðin við því hljóta að vera forvarnir.  Á sama tíma og við sjáum þessa þróun skýrt og greinilega erum við að afnema sykurskatt, skera niður íþróttakennslu í skólum og stöndum í röðum til að kaupa kleinuhringi."
 
Og Lukka spyr: "Er ekki tími til kominn að við horfum af hreinskilni í spegil og hysjum upp um okkur buxurnar? Við höfum þekkinguna, hráefnið og úrræðin til að verða heilbrigðasta þjóð í heimi með öflugasta heilbrigðiskerfið.  Eina sem vantar er viljann," var leiðsögn Lukku í þætti gærkvöldsins, en hann má sjá hér inni á vef stöðvarinnar eins og alla aðra þætti hennar.

Nýjast