Fegurðin kemur að innan - ný vara frá Re-Silica fyrir húð, hár og neglur.

Hluti af ágóðanum rennur til Ljósins.

Fegurðin kemur að innan - ný vara frá Re-Silica fyrir húð, hár og neglur.

Sif Garðarsdóttir, margfaldur meistari í fitness og heilsurækt og nú heilsumarkþjálfi, hefur nýlega verið ráðin sem andlit og talskona Re-Silica á Íslandi. Re-Silica meltingargelið kom í sölu hér á landi fyrir tuttugu árum síðan og er ein helsta meðferðarúrræði við óþægindum í meltingarvegi. Þýska fyrirtækið Saguna, framleiðendi meltingagelsins, er einn fremsti framleiðandi kísilkvoðugels í Evrópu og hafa nú kynnt til leiks nýja vöru, Re-Silica Beauty Gel sem stuðlar að fallegra hári, húð og nöglum. 

Re-Silica Beauty Gelið er samsett af hreinni kísilsýru og Biotin sem hafa jákvæð áhrif á hár, húð og neglur. Varan er til inntöku og því má segja að fegurðin komi að innan. Eins hjálpar gelið við að styrkja frumur líkamans og eykur viðnámsþol þeirra.

Saguna leggur mikla áherslu á að framleiða hágæða vöru og endurspeglast viðhorfin í einkunnarorðum fyrirtækisins sem eru gæði, traust og samfélagsleg ábyrgð. Með þetta að leiðarljósi hafa þeir unnið sér inn traust viðskiptavina sinna og gefið til baka í samfélagið. Hér á landi er umboðsaðili Re-Silica heildvöruverslunin Ýmus ehf. Og hafa Saguna og Ýmus ákveðið að styrkja Ljósið, endurhæfingastöð fyrir krabbameinssjúklinga. Því mun hluti ágóðans af seldum vörum Re-Silica renna beint til Ljósins. 

 

Nýjast