Ekki vera hrædd/ur við að gera mistök

Heilsuráð Helgu Maríu #8

Ekki vera hrædd/ur við að gera mistök


Þeir sem vilja ná árangri og nýta velgengni þurfa að prufa sig áfram og við það gera þeir fleiri mistök en aðrir. Það góða við að gera mistök er að þá veit maður að það er til önnur og betri leið til þess að framkvæma og það er í okkar valdi að finna þá leið og þá lærir maður. En við þurfum að vera hugrökk til að þora að gera mistök, eigna sér þau og leiðrétta.


Þeir sem eru hræddir við hvað öðrum finnst þora sjaldnar að taka áhættur, en þeir sem gera aldrei mistök enda á að gera ekki neitt.

 

Sumir vilja ekki skrá sig í líkamsræktarstöð því þeir vilja fyrst vera komnir í betri þjálfun, en það er einmitt ástæðan til þess að mæta inn á líkamsræktarstöð. Allar stöðvar bjóða upp á kennslu á stöðina og flestar eru með tíma undir handleiðslu kennara. Þarna getur hræðslan við það hvað öðrum finnst verið að hafa áhrif, en þegar við hugsum út í það, þá er það alveg fráleitt.

 

Það er mjög lýjandi að reyna stöðugt að þóknast öðrum en ef maður gerir sitt besta getur maður verið sáttur með útkomina sama hvað.

Nýjast