Björgvin Karl og Þuríður Erla efst eftir fyrsta daginn

Björgvin Karl og Þuríður Erla efst eftir fyrsta daginn

Facebook síða Crossfit Reykjavík Championship
Facebook síða Crossfit Reykjavík Championship

Veðurguðirnir voru hliðhollir keppendum í Crossfit Reykjavík Championship sem hófst í dag. Mótið hófst á hlaupi upp Esjuna að steini og voru Íslendingarnir sterkir í greininni, enda þekkja fjallið vel. Björgvin Karl Guðmundsson fór ferðina á 27:22 og var fyrstur í karlaflokki en hún Þuríður Erla Helgadóttir fór á 31:58 og vann kvennaflokkinn, en þau eru bæði búin að vinna sér inn þáttökurétt á heimsleikunum í sumar.

 

Önnur keppnisgreinin var haldin í Laugardalshöllinni þar sem restin af leikunum verður haldin og var það snörun sem beið þáttakendum eftir Esjuhlaupið. Það voru fjórar konur, þær Callerina Natori, Tory Dyson, Stephanie McGuffie og Nicole Chovan sem náðu að snara heilum 90 kg og eru þær saman í 1.-4. sæti í þessari grein, á karlaflokki náði Paul Trembley að snara þyngstu lyftunni eða 140 kg. Björgvin Karl var í 4.-5. sæti í greininni með 132 kg og var Hinrik Ingi Óskarsson í því 6. með 130 kg. Þuríður Erla varð í 5.-6. sæti með 87 kg.

 

Það er ennþá hægt að kaupa miða á leikana sem og fylgjast með íþróttamönnunum keppa um sigur og í leiðinni miða á heimsleikana sem fara fram í júlílok á þessu ári.

 

Hægt er að fylgjast með stöðu mótsins hér en eftir fyrsta daginn eru Björgvin Karl og Þuríður Erla með forystuna.

Nýjast