Bananabrauð af guðs náð
Hollt, gott og síðast en ekki síst einfalt
Bananabrauð af guðs náð
Hversu gott er að eiga eitt stykki bananabrauð þegar maður kemur þreyttur heim úr vinnu og langar að narta í eitthvað smá fyrir kvöldmat?
Þessi uppskrift af bananabrauði er mjög holl og hrikalega einföld.
Það sem þú þarft að eiga í skápunum er:
- Spelthveiti
- Haframjöl
- Vínsteinslyftiduft
- Matarsóda
- Salt
- Kanil
- Egg
- Mjólk
- Vel þroskaða banana
Aðferð:
- 1.bolli spelthveiti
- 1.bolli haframjöl
- 2. tsk vínsteinslyftiduft
- 1. tsk matarsódi
- 2. tsk kanill
- Klípu af salti
- 1 egg
- 1.dl mjólk
- 3 stk vel þroskaðir bananar
Það er engin sérstök regla yfir hvernig ég blanda hráefninu í skálina, yfirleitt læt ég bara allt saman í skál í einu, hræri vel og að því loknu helli ég í bökunarform (persónulega finnst mér gott að hafa sílíkon form en önnur form eru samt ekkert verri).
Baka brauðið við ca 180 gráður í 45 mínútur
Ég vil hafa brauðið mitt crispy og hef það aðeins lengur í ofninum en fylgist þó vel með því svo það brenni ekki :)
Verði ykkur að góðu
Díana Íris