Ásdís Olsen kafar undir yfirborðið í nýjum þáttum Hringbrautar: Fíknin, Tinder, Tantra og siðblinda meðal umfjöllunarefnis

Ásdís Olsen kafar undir yfirborðið í nýjum þáttum Hringbrautar: Fíknin, Tinder, Tantra og siðblinda meðal umfjöllunarefnis

Ásdís Olsen varpar ljósi á allt sem er falið og fordæmt í nýrri sjónvarpsþáttaröð á Hringbraut. Þættirnir Undir yfirborðið fjallar hispurslaust um mennskuna, tilgang lífsins og leitina að hamingjunni.

Ásdís er hamingjufræðingur og sjónvarpskona sem hefur verið í fararbroddi í kennslu núvitundar á Íslandi. Hún er reyndur fyrirlesari og háskólakennari sem hefur lengi starfað innan fjölmiðlageirans.

Í þáttunum sem sýndir verða á miðvikudagskvöldum klukkan átta mun Ásdís skoða bleiku fílana heima í stofu og allt það sem ekki má tala um. Þá leitast hún við að skilja fíknina, óttann, þögnina, skömmina, stjórnsömu mömmuna og pabbann sem er alltaf að skreppa.

Fjallað verður um sí stækkandi hóp Íslendinga sem notar vitundarvekjandi efni til að flýta fyrir þroska sínum. Talað um single-ástarlífið; Polyamorous, Fluid, ástarfíkn, Tinder og dating. Við fjöllum um sambönd; tengsl, Tantra, Gaslighting og Stokkhólmssyndromið.

Veltir Ásdís því fyrir sér hvort koma megi í veg fyrir flesta hjónaskilnaði með smá leiðsögn í samskiptum og kemst að því að fæst okkar finna muninn á óttatilfinningu og hrifningu.

Þá finnur Ásdís hugsanlega til samkenndar með siðblindingja í þáttunum og kynnist fólki sem hefur séð ljósið og er í góðu sambandi við æðri mátt.

Nýjast