AF HVERJU KLIKKAR ÁRAMÓTAHEITIÐ?

Fjöldi fólks strengir þess heit að hreyfa sig meira, en lippast svo niður:

AF HVERJU KLIKKAR ÁRAMÓTAHEITIÐ?

Hvers vegna er það svona algengt að fólk setur sér markmið í upphafi árs um hollustu í mat og drykk og aukna hreyfingu, en síðan klikkar allt aðeins örfáum vikum síðar?

Um þetta var rætt í þættinum Ég bara spyr í vikunni, en þar voru meðal gesta Víðir Þór Þrastarson heilsu- og íþróttafræðingur, sem segir janúar þann mánuð þar sem allar líkamsræktarstöðvar fyllist því nú séu ,,allir” í átaki. Þetta sé algengt, ekki aðeins í ársbyrjun því almennt er það þannig að á mánudagsmorgnum, en þá mæta mun fleiri í ræktina en þegar líður á vikuna. Það er vegna þess að svo margir eru alltaf að setja sér markmið sem standast ekki, því þau eru hvorki raunhæf, mælanleg né nógu markviss. Að léttast um 10 kíló gæti til dæmis verið markmiðið og tekur Víðir Þór dæmi um það í þættinum, sem sjá má hér á vef stöðvarinnar, hvernig fólk ætti að bera sig að, til að ná því markmiði.

Víðir Þór svarar einnig nokkrum spurningum af Spyr.is, en þangað geta áhorfendur sent inn fyrirspurnir til að taka þátt í dagskrárgerð Ég bara spyr á Hringbraut. Víðir Þór er einn þeirra sem hefur svarað mörgum fyrirspurnum áhorfenda og verður reglulegur gestur í þættinum næstu mánuði. Því um að gera að senda fyrirspurn um hreysti og líkamsrækt til Víðis á Spyr.is og taka þannig þátt í dagskrárgerð næstu þátta með Víði Þór.

Þátturinn Ég bara spyr er í endursýningu á sunnudagskvöld.

Nýjast