21 í kvöld: Vilhjálmur segist ósammála aðferðafræði umhverfisráðherra - Fara verði rétt að í friðlýsingum og huga að virkjunum

21 í kvöld: Vilhjálmur segist ósammála aðferðafræði umhverfisráðherra - Fara verði rétt að í friðlýsingum og huga að virkjunum

Umræður í 21 í kvöld
Umræður í 21 í kvöld

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur Árnason, segist ósammála aðferðafræði umhverfisráðherra. Fara verði rétt að í friðlýsingum og huga að orkuvinnslu líka. 

Loftslagamálin verða mjög fyrirferðamikil á nýju Alþingi, segja þingmenn sem mæta til Lindu Blöndal í þáttinn 21 í kvöld.

„Þetta verður eitt stærsta málið, orku- og loftslagsmálin“, segir Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki „Samspil loftslagsmálamála og orkumála skipti mestu máli, þú nærð ekki árangri í loftslagsmálum nema nýta orkuna og því skiptir ný orkustefna miklu máli. Hvernig á þetta að þjóna hvort öðru?“, spyr Vilhjálmur en flokksbróður hans og nýr ritari Sjálfstæðisflokksins, Jón Gunnarsson hefur harðlega gagnrýnt umhverfisráðherra VG um að fara offari í friðlýsingum og brjóta lög.

Lögð er áhersla á friðlýsingar í stjórnarsáttmálanum

Aðspurður hvort Vilhjálmur taki undir gagnrýni Jóns segir hann: „Við erum öll sammála um að leggja áherslu á friðlýsingar en við þurfum bara að gera það rétt, um það er gagnrýnin. Hvort það eigi að friðlýsa heilu vatnasviðin á grundvelli rammaáætlunar“, segir Vilhjálmur og bendir á að í rammaáætlun segi að friðlýsa eigi tiltekna virkjunarkosti en það þýði ekki að t.d. allt vatnasviðið á Jökulsá á Fjöllum eigi að friðlýsa eins og umhverfisráðherra hefur ákveðið.

„Ég hef þá skoðun að það eigi að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum útaf þeim náttúruperlum sem eru þar en ekki á grundvelli Rammaáætlunar“. Rammaáætlun geri ekki ráð fyrir að friðlýsa allt vatnasviðið og þegra svo sé gert þurfi aðra aðferðafræði, segir Vilhjálmur.  

Verðum að fá rafmagn vegna loftslagsmála

„Það er ekki nóg að rafmagnsvæða Yarisinn“, segir Vilhjálmur „  og bendir á einnig vetnisvæðingu skipaflotans og stóru flutningstækin sem þurfi rafmagn og sé unnið í loftslagsmálum „af einhverju viti“, þurfi rafmagn. „Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir í ræðustól Alþingis að það verði ekki virkjað fyrir frekari stóriðju“, bendir hann á. „Við erum að tala um grænan iðnað“.

Verið að vinna upp gamlar friðlýsingaáætlanir

„Mér finnst útspil Jóns Gunnarsson, starfandi formanns Umhverfis-og samgöngunefndar áhugavert svo ekki sé kveðið sterkar að orði. „Við erum í raun og veru að vinna upp stabba af friðlýsingum sem samþykkt á Rammaáætlun kveður á um og það er það sem umhverfisráðherra hefur verið að gera“, bendir Rósa Björk á.

Loftslagsmál eru utanríkismál

Loftslagsmálin þurfa í dag að taka meira pláss í öllum nefndum Alþingis, segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar um loftslagsmálin, líkt og þegar um jafnréttismál er að ræða. Loftslagsmál verða að vera á dagsrká í öllum málefnanefndum þingsins og tekur sem dæmi utanríkismálanefnd: „Loftslagmál verða aldrei leyst nema með fjölþjóðlegri samvinnu, hvort sem fólki líkar betur eða verr“ og segist Loga finnast málið vegna friðlýsinganna sterkt birtingarmynd ósamstíga ríkisstjórnar. VG og Samfylkingin vilji fara eftir Rammáætlun en hægri flokkurinn í ríkisstjórn ekki.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, VG situr einnig í utanríkismálanefnd og nú með nýjan formann þar, Sigríði Andersen sem hefur ekki sýnt loftslagsmálum mikinn áhuga.

Þingmennirnir Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, VG og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar mæta til Lindu Blöndal í þættinum 21 í kvöld og ræða stjórnmálin framundan en nýtt Alþingi var sett í liðinni viku.

Um 170 frumvörp eru á málaskrá ríkisstjórnarinnar og þá eru frátaldar þingsálykturnartillögur og skýrslur.  

Nýjast