21 í kvöld: Heiftin gegn Kúrdum er vegna olíuauðlinda, segja íslenskir Kúrdar og Kúrdíska þjóðin óttast að ofsóknir berist til fleiri landa.

21 fjallar um flóttafólk:

21 í kvöld: Heiftin gegn Kúrdum er vegna olíuauðlinda, segja íslenskir Kúrdar og Kúrdíska þjóðin óttast að ofsóknir berist til fleiri landa.

Lenya Rún Taha Karim og Salah Karim Mahmooder
Lenya Rún Taha Karim og Salah Karim Mahmooder

Nýjast birtingarmynd stríðsins er í norðurhluta Sýrlands vegna árása Tyrkja á Kúrdaþjóðina sem þar býr. 70 þúsund börn eru nú á flótta eftir innrás Tyrkja fyrr í mánuðinum.

Þau  Lenya Rún Taha Karim og Salah Karim Mahmooder  setjast niður í þættinum 21 hjá Lindu Blöndal í kvöld. Bæði eru Kúrdar og íslenskir ríkisborgarar. Lenya stundar laganám í Háskóla Íslands en hún fæddist hér á landi. Salah hefur búið hér í 23 á eftir að hann flýði Írak þar sem hann bjó innan lands Kúrda sem nefnist Kúrdistan en hann starfar nú hjá Sjúkratryggingum Íslands.

 Kúrdistan nefnast þau svæði þar sem Kúrdar búa í fjórum ríkjum: Tyrklandi, Írak, Sýrlandi og Íran.

Ofsóknir vegna olíuauðlinda

Lenya og Salah segja árásir á Kúrda og heift Erogand Tyrklandsforseta ekki síst vegna olíuauðlinda á því svæði sem Kúrdar búa. Erdogan vilji taka svæðið og búa til öryggissvæði á landamærum Tyrklands og Sýrlands og halda þar stórar flóttamannabúðir Sýrlenskra flóttamanna. Þau segja vopnahlé sem á að standa til morgundagins, þriðjudags, hafi ekki verið virt af Erdogan sem sé að fá það sem hann vill. Stuðningur Sýrlandshers sem átti að verja Kúrda hafi ekki skilað neinu. Árásir hafi verið gerðar á bílalest saklauss fólks sem reynir að komast af átakasvæðin í norðurhlutanum.

Aðspurð hvort litið sé á Kúrda sem meiri hryðuverkamenn og en ISIS liða segja þau svo vera og að ISIS eða Íslamska ríkið hafi verið Erdogan velþóknanlegt; meðlimir samtakanna geti ferðast til og frá landinu frjálsir en það sé útilokað fyrir Kúrda. ISIS liðar hafa verið í fangelsi á Kúridstan svæðinu í Sýrlandi þar sem árásir Tyrkja hafa orðið og margir séu sloppnir úr fangelsi.

Fimm og hálf milljón Sýrlendinga hafa flúið til annarra landa vegna borgarastríðsins sem hefur varað þar í átta - og meira er sex og hálf milljón Sýrlendinga eru á vergangi í eigin landi. Meðal Sýrlendinga eru Kúrdar sem nú eru ofsóttir af Tyrkjum.

Í frétta-og umræðuþættinum 21 næstu daga er sjónum beint að flóttafólki.

 

Nýjast