Besta leiðin til að fá góðan nætursvefn

Heilsuráð Helgu Maríu #2:

Besta leiðin til að fá góðan nætursvefn

Næstu daga ætlar Helga María að gefa heilsuráð sem hún telur vera grunninn að góðri heilsu. Annað heilsuráðið snýr að svefni, sem er undirstaða að góðri heilsu. English version below.

Við þurfum að sofa í heila 8 tíma á næturnar, eða um þriðjung af sólarhringnum. Þetta hljómar ef til vill mikið en við erum eina dýrategundin sem vansveftir sig. Við erum á of miklum hraða og höfum allt og mikið að gera. Prufaðu í heila viku að fara snemma upp í rúm og sofa vel og finndu hvað líkamsstarfsemin breytist: Cortisol magn minnkar, vaxtarhormón eykst og leptín (sedduhormón) eykst á meðan við sofum. Allt þetta hefur mjög jákvæð áhrif á starfsemi þína og er grunnurinn að heilbrigðum líkama og sál. 

Cortisol er þekkt sem stress hormónið, það eykur skapsveiflur, kvíða og streitu. Vaxtarhormónið HGH er ekki aðeins að stuðla að vexti okkar heldur einnig að nýmyndun og endurnýjun frumna, það er ástæðan fyrir því að við sofum mikið þegar við erum veik. Leptín eða sedduhormónið eykst við svefn og því er það einnig grennandi að sofa vel. Það hefur mikil jákvæð áhrif á líkama og sál að sofa og hvílast vel.

Besta leiðin til að fá góðan nætursvefn:

 1. Hafa rútínu á svefnmynstrinu
 2. Hreyfa sig yfir daginn
 3. Gera svefnherbergið að griðastað
 4. Ekki drekka koffín eða nota tóbak fyrir svefninn
 5. Taka inn D vítamín
 6. Draga úr birtu, ekki nota sjónvarp eða önnur raftæki fyrir svefninn
 7. Hreint loft, opna gluggann
 8. Hafa þægilegt hitastig, milli 20-24°C

Fyrri heilsuráð:

#1 Ekki drekka sykurbætta drykki

*English version

We need to get 8 hours of sleep, or a third of the day. That might seem a lot but we are the only animal kind that sleeps less than we need. We are always in a rush and have way too much work on our plate. Try for a whole week to go to bed early and sleep well and see how much your body changes: cortisol level decreases, human growth hormone increases and leptin level increases while sleeping. All this has a positive impact on you and is the foundation of a healthy body and soul.

The best way to get a good night's sleep is:

 1. Have the same night routine
 2. Exercise during the day
 3. Make the bedroom comfortable
 4. Don’t drink caffeine or use tobacco before sleep
 5. Take vitamin D
 6. Decrease brightness, don’t use television or other electric devises before sleep
 7. Clean air, crack a window
 8. Comfortable temperature in the bedroom, 20-24°C

Nýjast