Fréttir

Maðurinn sem er talinn hafa fallið í Þingvallavatn er belgískur tveggja barna faðir – Leitað aftur á morgun

Belgíski ferðamaðurinn sem er talinn hafa fallið í Þingvallavatn á laugardag er 41 árs gamall tveggja barna faðir að nafni Bjorn Debecker. Samkvæmt belgískum fjölmiðlum er hann verkfræðingur og hefur ferðast víða og stundað margvíslega útivist.

Brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði - Hundruðum milljóna stolið: Mest brotið á erlendu launafólki

Ný rannsókn Alþýðusambands Íslands, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, bendir til þess að samhliða hröðum vexti í efnahagslífinu hér á landi hafi jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Þannig fá stéttarfélög inn á borð til sín fleiri og alvarlegri mál en áður tengd launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum.

Hrókurinn í stórræðum - Hátíðir í þremur bæjum á Grænlandi beggja vegna jökulsins

Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir mikilli skák- og sirkus hátíð í Kullorsuaq, sem er 450 manna bær á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands, dagana 11. - 16. ágúst. Kullorsuaq, sem er á 74. breiddargráðu, er eitt afskekktasta þorp Grænlands, og er þetta annað árið í röð sem Hrókurinn heldur hátíð þar í samvinnu við heimamenn.

Ballarin stödd hér á landi – Hyggst ennþá endurreisa WOW

Bandaríska athafnakonan Michele Ballarin er stödd hér á landi. Til stendur að funda um endurreisn WOW air. Á dögunum var greint frá því að skiptastjórar þrotabús WOW air hafi rift kaupsamningi sínum við Ballarin, en hún hafði áætlað að kaupa helstu eignir þess með það fyrir augum að endurreisa eða stofna nýtt flugfélag á grunni WOW air. Ballarin hefur þrátt fyrir riftunina ekki hætt við þessar fyrirætlanir sínar.

Fatlaðir ofgreiða fyrir þjónustu – „Farin að halda að bæði borg og ríki haldi upplýsingum vísvitandi frá fólki til að spara“

Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir manns með alvarlega þroskahömlun, segir upplýsingagjöf vegna greiðslna fyrir þjónustu fatlaðra vera verulega ábótavant. Hún segist hafa þurft að berjast við kerfið og fyrir því að fá viðunandi upplýsingar frá því að hann var ungur drengur.

Með stungusár eftir slagsmál í Breiðholti

Í gær, rétt eftir klukkan 18, var lögreglunni tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Ágreiningur og slagsmál höfðu átt sér stað milli tveggja manna og var annar með stungusár á handlegg. Hann vildi þó enga aðstoð frá lögreglu eða sjúkraliði. Maðurinn sem er grunaður um að hafa veitt áverkann var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Gunnlaugur Bragi: „Teljum okkur áfram þurfa að berjast fyrir okkar réttindum“

Hinsegin dagar standa yfir um þessar mundir, tuttugasta árið í röð. Hátíðin hefur aldrei verið stærri og stendur yfir í 10 daga frá 8. – 17. ágúst með yfir 50 viðburðum víðs vegar um Reykjavík. Snædís Snorradóttir hitti Gunnlaug Braga Björnsson, formann Hinsegin daga og ræddi við hann um hátíðina.

Matarást Sjafnar

Guðdómlega ljúffengt og hollt frosið jógúrtsnakk

Nú þegar skólarnir eru að fara hefja göngu sína aftur eftir sumarfrí og allir eru á þönum er gott að hafa með sér hollustu nestisbita sem bræðir bragðlaukana. Berglind Hreiðarsdóttir ein af okkar uppáhalds matar- og kökubloggurum töfraði fram þessa himnesku uppskrift sem þið verið að prófa. Einstaklega fljótlegt að útbúa og einfaldara getur það ekki verið. Berglind heldur úti síðunni www.gotterí.is og instagramsíðunni @gotterioggersemar þar sem þið getið fylgst með öllu því sem hún töfrar fram.

Fréttir af öðrum miðlum: DV.is

Jóhannes hættir: „Mér vitanlega voru þetta foreldrar barna sem ég hef aldrei þjálfað“

Jóhannes Albert Kristbjörnsson segir að sér hafi nýlega verið sagt upp störfum sem þjálfari yngri flokka hjá körfuknattleiksdeild Njarðvíkur. Jóhannes harmar uppsögnina sem hann segir að sé til komin vegna óskar einhvers hluta foreldra barna sem æfa hjá deildinni. Segir hann að unglingaráð deildarinnar hafi ákveðið að segja honum upp vegna umkvartana foreldra 10 ára pilta. Hafi foreldrarnir sagst ætla að fara með börnin frá félaginu yrði hann þjálfari. Hins vegar hefur hann ekki fengið að vita hve stór hluti foreldra 10 ára piltanna hafi sett sig upp á móti því að hann þjálfaði drengina né hver væri ástæðan fyrir þessari hörðu afstöðu þeirra.

Baldvin er látinn: Lét gott af sér leiða hvar sem hann kom að verki

Baldvin Tryggvason fæddist í Ólafsfirði 12. febrúar 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 29. júlí 2019. Greint er frá andláti Baldvins í Morgunblaðinu í dag. Baldvin var í mörg ár lykilmaður í starfi Sjálfstæðisflokksins, hafði djúpstæð áhrif á listaheiminn með starfi sínu fyrir Almenna bókafélagið og Leikfélag Reykjavíkur.

Aðstandendur ekkert heyrt frá manninum frá því á laugardag

Íslensk kona á flótta á Kanarí

Rauk út úr Hallgrímskirkju: „Þetta er ekki krist­in kirkja!“

Þorbjörg vill ekki fá varaforseta Bandaríkjana til landsins – „Hrein og klár vanvirðing“

Bjarni mun kynna nýjan dómsmálaráðherra: Sigríður Andersen á afturkvæmt í ríkisstjórn

Bjarni mun kynna nýjan dómsmálaráðherra: Sigríður Andersen á afturkvæmt í ríkisstjórn

Breytingar á skrifstofu ráðherra

Ríkis­stjórn Davíðs vildi sæ­streng

Vita nú hver er eigandi bakpokans sem fannst í Þingvallavatni: Reyna að fá upplýsingar frá aðstandendum

Mynd dagsins: Sjáðu fjöldann á Laugardalsvelli

Myndbönd

21 / fimmtudagur 22. ágúst / Eva Sigurbjörnsdóttir og Elín Agla Briem - Þórarinn Eldjárn

23.08.2019

Suðurnesjamagasín / 22. ágúst

23.08.2019

21 / Þórarinn Eldjárn stendur á sjötugu og gefur út bók með sjötíu vísum

23.08.2019

21 / Eva Sigurbjörnsdóttir og Elín Agla Briem ræða deiluna um Hvalárvirkjun á Ströndum

23.08.2019

Kíkt í skúrinn / 21. ágúst

22.08.2019

21 / miðvikudagur 21. ágúst / Davíð Þorláksson og Ólafur Arnarson - Sigrún Huld Þorgrímsdóttir

22.08.2019

Viðskipti með Jóni G. / 21. ágúst / Jón Ólafur Halldórsson - Ingrid Kuhlman - Ólafur M. Jóhannesson

22.08.2019

21 / þriðjudagur 20. ágúst / Jón Atli Benediktsson - Ólöf Júlíusdóttir

21.08.2019

21 / mánudagur 19. ágúst / Drífa Snædal - Ólafur Örn Haraldsson

20.08.2019

Viðskipti með Jóni G. / 14. ágúst / Jón von Tetzchner - Páll Harðarson

15.08.2019

Skrefinu lengra / 14. júlí

15.07.2019

Skrefinu lengra / 7. júlí

08.07.2019