Fréttir

HM í fótbólta:

Lægsta sársaukaþröskuld allra leikmanna

Gary Lineker segir á Twitter að Neymar, stjarna Brasilíu, hafi lægsta sársaukaþröskuld allra leikmanna í heimsmeistarakeppninni frá því að Opta-mælingar hófust. Lineker segir reyndar líka á Twitter að Neymar spili jafnvel og hann vælir- hann sé ótrúlega góður knattspyrnumaður.

Samtök iðnaðarins:

Fyrirtækin fara úr landi

Í Morgunblaðinu í dag ræðir Baldur Arnarson, blaðamaður, við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, sem segir að stjórnvöld verði að bregðast við versnandi stöðu framleiðslufyrirtækja með skýrri atvinnustefnu annars sé hætta á að fleiri framleiðslufyrirtæki og störf fari úr landi, líkt og fréttir hafa verið um Novomatic, Rafnar og Odda. „Samtök iðnaðarins hafa kallað eftir atvinnustefnu stjórnvalda sem felur í sér samhæfingu á allri þeirri stefnumótun sem fram undan er. Varðandi m.a. nýsköpun, menntamál og orkumál. Vel hefur tekist til á undanförnum árum og losun hafta gerbreytti stöðunni til hins betra. Losun hafta var skil við fortíðina en það á eftir að skapa skilyrði til framtíðar og þess vegna köllum við eftir skýrri atvinnustefnu.“

Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi

Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári

Eiríkur Jónsson skrifar

Dýralæknir verður Vegamálastjóri

Eitt af því sem er talið nýjum forstjóra Vegagerðarinnar til tekna er reynsla af rekstri. Ekki er vikið að því hvernig sá rekstur hefur gengið.

Fiskifréttir:

Vilja skapa verðmæti úr blóði laxfiska

Blóð í laxfiskum er 7-10% af þyngd hvers fisks og áætla má að við laxfiskaeldi hér við land falli til hátt í 2 þúsund tonn af blóði á ári við blóðgun. Samkvæmt reglugerðum á að farga blóðinu með urðun en það hefur fram til þessa verið losað í sjóinn með ærnum tilkostnaði. Matís hefur nú í samstarfi við Arnarlax, Arctic Protein og Háskóla Íslands hafið rannsókn á því hvernig best er staðið að blæðingu laxfiska og því að skilja blóð frá vinnsluvatni með það að markmiði að nýta lífvirk efni í blóðinu til manneldis. Þetta kemur fram í Fiskifréttum.

Austurfrétt:

Andleg líðan mælist verst á Austurlandi

Fleiri Austfirðingar álíta andlega heilsu sína lélega heldur en íbúar annarra landshluta. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) segir enga eina augljósa skýringu á bak við tölurnar en geðheilbrigðisþjónusta stofnunarinnar hefur verið efld verulega undanfarin misseri. Þetta kemur fram í Austurfrétt í dag.

Kolbrún hjólar í stöllur sínar

„Það skiptir engu þótt viðkomandi iðrist opinberlega og segist vilja taka sig á. Hann á ekki að fá vinnu í sínu fagi og glími hann við fíkn er sá sjúkdómur sagður vera eins og hver annar kvilli sem hann hefði átt að hrista auðveldlega af sér fyrir löngu,“ segir Kolbrún Bergþórsdóttir, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, í blaðinu í dag.

Ísak Ernir nýr stjórnarformaður Kadeco

Ísak Ernir Kristinsson, körfuboltadómari og flugþjónn, hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Stundin greinir frá.

Neytendastofa bannar fullyrðingar í auglýsingum

Toyota auglýsingar villandi

Neyt­enda­stofa hef­ur bannað Toyota á Íslandi að full­yrða í aug­lýs­ing­um sín­um að Hybrid-bif­reiðar væru 50% raf­drifn­ar án þess að nán­ari skýr­ing­ar komi fram. Með þessu hafi fyr­ir­tækið brotið gegn ákvæðum laga um eft­ir­lit með viðskipta­hátt­um og markaðssetn­ingu.

Ari Edwald um Samkeppniseftirlitið

Ríkisstofnanir eiga að fylgja lögum

Sumarhefti tímaritsins Þjóðmál er komið út. Þar er birt brot úr ávarpi sem Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, flutti á fundi um miðjan apríl síðastliðinn þar sem kynntar voru leiðbeiningar um samkeppnisreglur

Salan á „Guggunni“ dregur dilk á eftir sér

Mikið að gera á sólbaðsstofum

Bretar sækja um evrópskt ríkisfang

Yfirlýsing ráðherra „barnsleg óskhyggja

Gaui Þórðar sér ekki Íslending taka við af Heimi

Umsvifamiklir fjárfestar með stöðu sakbornings

Mannréttindadómstóllinn skoðar Landsrétt

Marta gefur ranga mynd af efni minnisblaðsins

Ensku miðlarnir gera grín að Þjóðverjum

Frakkland - Argentína á morgun

Myndbönd

Súrefni Aðalsteinn Sigurgeirsson

19.06.2018

HM spjall með Gunnari Helgasyni

14.06.2018

Þjóðbraut HM með Gunnari Helgasyni

14.06.2018

Nýr borgarstjórnarmeirihluti

14.06.2018

Nýr borgarstjórnarmeirihluti

14.06.2018

Borgarstjórnarmeirihlutinn

14.06.2018

Markaðstorgið á Hringbraut

14.06.2018

Markaðstorgið á Hringbraut

14.06.2018

Viðskipti með Jóni G á þriðjudagskvöldum kl. 21.30

12.06.2018

Ritstjórarnir: Frosti og Máni

12.06.2018

Sonja Einarsdóttir á Þjóðbraut

07.06.2018

Áslaug María á Þjóðbraut

07.06.2018