Fréttir

„Þá þurfið þið að lesa fleiri greinar eftir mig og aðra um þetta drepleiðinlega mál“

Í bakþönkum Fréttablaðsins í dag segir Davíð Þorláksson, forstöðumaður samkeppnishæfnisviðs Samtaka atvinnulífsins, að það hafi ekki verið skynsamlegt af Alþingi að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans. „Einkum vegna þess að þá þurfið þið að lesa fleiri greinar eftir mig og aðra um þetta drepleiðinlega mál,“ segir hann.

Stúlkum og konum sem hyggjast eignast börn á lífsleiðinni ráðið frá því að neyta spiks af grindhval

Matvælastofnun birti í gær athyglisverðar leiðbeiningar um neyslu kjöts og spiks af grindhvölum. Stofnuninni hefur borist fjöldi fyrirspurna um hvort nýta megi afurðir grindhvala til manneldis í kjölfar þess að fjöldi þeirra rak á land í Garðskagafjöru í síðustu viku.

Við elskum gæludýr en hlutgerum húsdýr – „Gerum mikið úr tilfinningalífi einnar tegundar en lítið úr annarra“

Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur segir ýmsar þversagnir vera að finna þegar kemur að umhyggju fólks í garð dýra.

Hvalur hf. á lista yfir stærstu hluthafa Arion banka

Hvalur hf., sem er að stórum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, er nú á lista yfir stærstu hluthafa Arion banka. Hvalur á nú 1,45 prósent hlut í bankanum, og er hluturinn um tveggja milljarða króna virði.

Maðurinn sem er talinn hafa fallið í Þingvallavatn er belgískur tveggja barna faðir – Leitað aftur á morgun

Belgíski ferðamaðurinn sem er talinn hafa fallið í Þingvallavatn á laugardag er 41 árs gamall tveggja barna faðir að nafni Bjorn Debecker. Samkvæmt belgískum fjölmiðlum er hann verkfræðingur og hefur ferðast víða og stundað margvíslega útivist.

Brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði - Hundruðum milljóna stolið: Mest brotið á erlendu launafólki

Ný rannsókn Alþýðusambands Íslands, sem byggir á skoðanakönnunum og launakröfum stéttarfélaga, bendir til þess að samhliða hröðum vexti í efnahagslífinu hér á landi hafi jaðarsetning og brotastarfsemi aukist á íslenskum vinnumarkaði. Þannig fá stéttarfélög inn á borð til sín fleiri og alvarlegri mál en áður tengd launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum.

Hrókurinn í stórræðum - Hátíðir í þremur bæjum á Grænlandi beggja vegna jökulsins

Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir mikilli skák- og sirkus hátíð í Kullorsuaq, sem er 450 manna bær á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands, dagana 11. - 16. ágúst. Kullorsuaq, sem er á 74. breiddargráðu, er eitt afskekktasta þorp Grænlands, og er þetta annað árið í röð sem Hrókurinn heldur hátíð þar í samvinnu við heimamenn.

Ballarin stödd hér á landi – Hyggst ennþá endurreisa WOW

Bandaríska athafnakonan Michele Ballarin er stödd hér á landi. Til stendur að funda um endurreisn WOW air. Á dögunum var greint frá því að skiptastjórar þrotabús WOW air hafi rift kaupsamningi sínum við Ballarin, en hún hafði áætlað að kaupa helstu eignir þess með það fyrir augum að endurreisa eða stofna nýtt flugfélag á grunni WOW air. Ballarin hefur þrátt fyrir riftunina ekki hætt við þessar fyrirætlanir sínar.

Fatlaðir ofgreiða fyrir þjónustu – „Farin að halda að bæði borg og ríki haldi upplýsingum vísvitandi frá fólki til að spara“

Ásta Kristrún Ólafsdóttir, móðir manns með alvarlega þroskahömlun, segir upplýsingagjöf vegna greiðslna fyrir þjónustu fatlaðra vera verulega ábótavant. Hún segist hafa þurft að berjast við kerfið og fyrir því að fá viðunandi upplýsingar frá því að hann var ungur drengur.

Með stungusár eftir slagsmál í Breiðholti

Í gær, rétt eftir klukkan 18, var lögreglunni tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Ágreiningur og slagsmál höfðu átt sér stað milli tveggja manna og var annar með stungusár á handlegg. Hann vildi þó enga aðstoð frá lögreglu eða sjúkraliði. Maðurinn sem er grunaður um að hafa veitt áverkann var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu vegna rannsóknar málsins.

Gunnlaugur Bragi: „Teljum okkur áfram þurfa að berjast fyrir okkar réttindum“

Guðdómlega ljúffengt og hollt frosið jógúrtsnakk

Jóhannes hættir: „Mér vitanlega voru þetta foreldrar barna sem ég hef aldrei þjálfað“

Baldvin er látinn: Lét gott af sér leiða hvar sem hann kom að verki

Aðstandendur ekkert heyrt frá manninum frá því á laugardag

Íslensk kona á flótta á Kanarí

Rauk út úr Hallgrímskirkju: „Þetta er ekki krist­in kirkja!“

Þorbjörg vill ekki fá varaforseta Bandaríkjana til landsins – „Hrein og klár vanvirðing“

Bjarni mun kynna nýjan dómsmálaráðherra: Sigríður Andersen á afturkvæmt í ríkisstjórn

Bjarni mun kynna nýjan dómsmálaráðherra: Sigríður Andersen á afturkvæmt í ríkisstjórn

Myndbönd

21 / mánudagur 19. ágúst / Drífa Snædal og Ólafur Örn Haraldsson

20.08.2019

Viðskipti með Jóni G. / 14. ágúst / Jón von Tetzchner - Páll Harðarson

15.08.2019

Skrefinu lengra / 14. júlí

15.07.2019

Skrefinu lengra / 7. júlí

08.07.2019

Fasteignir og heimili / 1. júlí

02.07.2019

Skrefinu lengra / 30. júní

01.07.2019

Fasteignir og heimili / 24. júní

28.06.2019

21 / þriðjudagur 25. júní / Hanna Björk Þrastardóttir ræðir hvarf Jóns Þrastar sonar síns

26.06.2019

Skrefinu lengra / Stikla 2

21.06.2019

Súrefni / 19. júní

20.06.2019

Fasteignir og heimili / 17. júní

18.06.2019

21 / fimmtudagur 13. júní / Allur þátturinn

14.06.2019