Fréttir

Vilja auka framlög til öryrkja og fatlaðra um fimm milljarða í stað átta milljarða niðurskurðar

Samfylkingin telur að ríkisstjórnin taki skref aftur á bak með breytingartillögum við eigin fjármálaáætlun. Flokkurinn segir að ríkisstjórnin ætli að láta þá hópa sem sátu eftir í uppsveiflunni taka höggið af niðursveiflunni; öryrkja, námsmenn, aldraða og fjölskyldur með lágar- eða meðaltekjur.

Eiríkur um mannanafnafrumvarpið: „Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál“

„[Ég sé] að mannanafnafrumvarpið var fellt á Alþingi í nótt. Það var auðvitað viðbúið fyrst VG lagðist gegn því. Vissulega er það rétt að frumvarpið var ekki fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans bættu það verulega. Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson í færslu á Facebook-síðu sinni í dag.

Helga er Reykvíkingur ársins: „Ég er alltaf að passa upp á að gleðja þau“

Helga Steffensen er Reykvíkingur ársins. Hún hefur rekið Brúðubílinn frá árinu 1980, þar sem hún hefur skemmt yngstu kynslóðinni með landsþekktum karakterum á við Lilla apa. Eins og hefð hefur skapast fyrir hjá Reykvíkingum ársins renndi Helga fyrir fyrsta lax ársins í Elliðaánum í morgun. Það tók hana aðeins fimmtán mínútur að veiða 7-8 punda maríulax.

Fyrsta íbúð Bjargs íbúðafélags afhent í dag

Fyrsta íbúð húsnæðissjálfseignastofnuninar Bjargs verður afhent í Grafarvogi í dag, en alls verða 68 íbúðir afhentar í júní og júlí. Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði, félagsmönnum í ASÍ og BSRB, aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Miðað er við að greiðslubyrði leigu fari ekki yfir 25% af heildartekjum leigjenda, að teknu tilliti til húsnæðisbóta.

Heilsuráð Helgu Maríu #3:

Það er ekkert heilbrigði án geðheilbrigðis

Næstu daga ætlar Helga María að gefa heilsuráð sem hún telur vera grunninn að góðri heilsu. Þriðja heilsuráðið snýr að geðheilbrigði.

Vínbúðin hvetur fólk til að samþykkja ekki fíkniefnaneyslu - „Dyrum Vínbúðarinnar verður því væntanlega lokað og heildsölu á tóbaki hætt“

Pistlahöfundi Viðskiptablaðsins þykir það skjóta skökku við að Vínbúðin setji nafn sitt við auglýsingu sem hvetji til þess að „samþykkja EKKI fíkniefnaneyslu.”

Helga Björg segir Vigdísi hafa lagt sig í einelti – Eineltis- og áreitnisteymi rannsakar kvartanirnar

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, hefur kvartað undan framkomu Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, í sinn garð. Helga Björg telur framkomuna flokkast undir einelti og hefur óskað eftir formlegri rannsókn Reykjavíkurborgar. Eineltis- og áreitnisteymi Ráðhúss Reykjavíkur rannsakar nú kvartanirnar.

Jón Bjarna ósáttur:

„Ættu að þakka ráðherra fyrir að hafa komið skikkan á veiðarnar og varið rétt Íslands til makrílveiða“

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, telur að Hæstiréttur hafi horft fram hjá meginmarkmiðum fiskveiðistjórnunarlaga um að það beri að stýra veiðum út frá þjóðarhagsmunum en ekki hagsmunum einstakra fyrirtækja þegar ríkið var dæmt skaðabótaskylt þann 6. desember síðastliðinn vegna úthlutunar makrílkvóta. Hann segir einnig að útgerðir ættu fremur að þakka honum fyrir verk sín en að sækja sér bætur.

Vísa yfirlýsingum Ragnars um annarlegan tilgang til föðurhúsanna

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið harðorður í garð stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eftir að sjóðurinn tilkynnti um vaxtahækkun á lánum sínum til sjóðfélaga. „Fyr­ir mér er þetta í raun­inni bara stríðsyf­ir­lýs­ing sjóðsins gegn því sem við erum að reyna að vinna að. Ég get ekki séð að það sé hag­ur sjóðfélaga að búa við hátt vaxtarstig,“ sagði Ragnar við Mbl.is í gær.

Sigurður Ingi: „Ég er ánægður“

Svæði sem er enn samþættara en hingað til og í forystu á heimsvísu á sviði loftslagsmála og sjálfbærni, það er sýn norrænu samstarfsráðherranna á hver mikilvægustu markmiðin eigi að vera í sameiginlegri norrænni stefnumótun næsta áratuginn. Í framtíðarsýninni birtast mikilvægustu markmið samstarfsins. Forsætisráðherrarnir eiga enn eftir að samþykkja hana en þeir eiga lokaorðið um forgangsröðun Norrænu ráðherranefndarinnar. Norrænu samstarfsráðherrarnir komu sér saman um nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf á fundi sínum á Hellu 19. júní, að loknum ítarlegum undirbúningi. Forsætisráðherrarnir munu fjalla um framtíðarsýnina á fundi sínum í ágúst og taka endanlega ákvörðun.

Bótakröfur vegna makrílkvóta gætu numið tugum milljarða

Úthlutað 90 milljónum úr Jafnréttissjóði Íslands í dag

Ugla Stefanía: „Lélegt yfirklór og útúrsnúningar“

Eyrún frá Morgunblaðinu til Kjarnans

Guðlaugur Þór: „Til hvers í ósköpunum var þetta málþóf eiginlega?!“

Helga sagði nemendur ljúga ofbeldi uppá kennara með hrikalegum afleiðingum: Jafnréttisnefnd KÍ segir málflutning grafa undan trausti

Verðlaun veitt fyrir framúrskarandi lokaritgerðir í stjórnmálafræði

Besta leiðin til að fá góðan nætursvefn

Slagur Davíðs og Bjarna hófst fyrir löngu: Er þetta ástæðan fyrir illindunum?

Baltasar ákvað að hætta við bíómyndina: Handritshöfundurinn sakaður um kynferðisofbeldi

Myndbönd

Skrefinu lengra / Stikla 2

21.06.2019

Súrefni / 19. júní

20.06.2019

Fasteignir og heimili / 17. júní

18.06.2019

21 / fimmtudagur 13. júní / Allur þátturinn

14.06.2019

Súrefni / 12. júní

13.06.2019

21 / Sigmundur Ernir og Bjartmar Oddur Þeyr ræða umdeildar lóðaúthlutanir í Reykjavík

13.06.2019

21 / Sigurður Hannesson / Íslenskri hönnun og húsgögnum hampað á Bessastöðum

13.06.2019

21 / Hildigunnur H. Thorsteinsson og Lovísa Árnadóttir / Konur sækja fram í orkugeiranum

13.06.2019

21 / miðvikudagur 12. júní / Allur þátturinn

13.06.2019

Viðskipti með Jóni G. / 12. júní / Árni Oddur Þórðarson - Rúna Magnúsdóttir

13.06.2019

Viðskipti með Jóni G. / Seinni kynning 12. júní

12.06.2019

Viðskipti með Jóni G. / Kynning 12. júní

12.06.2019