Fréttir

Jón Ólafur Halldórsson, frkstj. Olís og formaður SVÞ, gestur Jóns G. í kvöld:

Það er nú það: Hvert fara 10 milljarðarnir sem ríkið innheimtir í kolefnisskatt af olíugeiranum?

Umhverfismál eru í brennidepli á hverjum degi. Þess vegna má spyrja sig: Hvert þeir 9 til 10 milljarðarnir sem ríkið innheimtir í kolefnisgjöld af olíugeiranum? Í hvaða græn verkefni er þeim varið? Jón Ólafur Halldórsson, frkvstj. Olís og formaður Samtaka verslunar og þjónustu, er gestur Jóns G. í kvöld og koma þeir víða við í viðtalinu.

Ingrid Kuhlman fer á kostum hjá Jóni G. í kvöld:

Mórallinn skiptir máli: Hvernig beitir maður jákvæðri sálfræði meðal starfsmanna?

Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, er gestur Jóns G. í kvöld. Þau ræða meðal annars svonefnda jákvæða sálfræði sem fyrirtæki geta beitt til að hressa upp á móralinn og fyrirtækjamenninguna.

Telja líklegt að úði frá háþrýstiþvotti hafi valdið E. coli smitinu í Efstadal

Matvælastofnun telur líklegt að ein af smitleiðum E. coli smitsins, sem greindist í Efstadal II í júlí og olli smitfaraldri, hafi verið háþrýstiþvottur á umhverfi nautgripa. Stofnunin vekur athygli bænda og annarra framleiðenda á því að úði frá háþrýstiþvotti á smituðu umhverfi geti dreift smitefnum og valdið sjúkdómi í dýrum og mönnum.

Ár liðið frá andláti Stefáns Karls - „Ekkert læknar slíkt að fullu, ekki einu sinni tíminn sem allt á að lækna“

„Í dag er liðið ár frá andláti Stefáns Karls. Sá dagur var okkur öllum erfiður en þó fylgdi honum líka einhver lausn því ekkert okkar vildi að Stefán myndi þjást frekar. Dauðinn er óútreiknanleg skepna.“ Á þessum orðum hefst hjartnæm færsla Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur, ekkju hins ástsæla leikara og skemmtikrafts Stefáns Karls Stefánssonar, sem hún birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Skólarnir að byrja: Sex einkenni eineltis sem foreldrar verða að vera meðvitaðir um

Það styttist í skólana og því mikilvægt að vekja foreldra og skólastjórnendur til umhugsunar um sex einkenni eineltis. Afleiðingar eineltis geta haft áhrif ævilangt. Sá sem lendir í einelti segir oft ekki frá því. Hann fer jafnvel að trúa því að hann eigi eineltið skilið og sé lítils virði. Þetta kemur fram á síðunni Verndum börnin.

Sigurði var nauðgað í Marseille: „Ég hélt hreinlega að ég væri að fara að deyja“ – Gerandinn gengur enn laus

„Skyndilega réðst hann á mig, algjörlega upp úr þurru. Hann kýldi mig í síðuna og hrinti mér á magann. Því næst reif hann niður um mig buxurnar. Síðan nauðgaði hann mér.” Þetta segir Sigurður Gói Ólafsson í samtali við DV í dag. Sigurður varð fyrir fólskulegri líkamsárás og nauðgun í frönsku borginni Marseille í síðasta mánuði, auk þess sem hann var rændur. Málið er til rannsóknar hjá héraðslögreglunni í Bouches-du-Rhône en gerandinn gengur enn laus.

Hönnun

Svanurinn fangar augað – aðeins mjúkar línur

Falleg hönnun sem er tímalaus og fangar augað er ávallt góður valkostur. Svanurinn er stóll sem er gott dæmi um vel heppnaða hönnun sem eldist vel og verður bara vinsælli með hverju árinu. Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn.

Óskar í flokknum frá 6 ára aldri: Sjálfstæðismenn í sárum - „Þeim er ekki viðbjargandi blessuðum forystumönnunum“

Vísir hefur kortlagt ólguna og átökin innan Sjálfstæðisflokksins svo eftir hefur verið tekið. Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi skrifaði ítarlega fréttaskýringu um flokkinn í júní þar sem varpað var ljósi á flokk sem virðist vera að liðast í sundur. Greiningin heldur áfram og ræddi Jakob við Óskar Magnússon rithöfund og athafnarmann sem viðstaddur var mikinn hitafund á Hellu síðasta föstudag en þar var orkupakkinn til umræðu.

Rakel ákærð: „Ég var búin að opna mína eigin verslun, en síðan missti ég tökin“

Rakel Ólafsdóttir er 28 ára kona sem hefur verið ákærð fyrir sölu og vörslu á lyfseðilsskyldum lyfjum. Það eru yfirvöld í Massachussets sem kærðu Rakel eftir tveggja og hálfs mánaðar rannsókn. Rakel er búsett í Middleborough sem er 25 þúsund manna bær í Massachussetts fylki, í klukkutíma akstursfjarlægð frá Boston. DV greinir frá þessu.

Þekkir þú þessar götur í miðbæ Reykjavíkur? Viltu vinna inneign hjá Bónus? Taktu prófið!

Undanfarna áratugi hefur miðbær Reykjavíkur tekið miklum stakkaskiptum. Sumar gatnanna eru kunnuglegar en aðrar er erfitt að þekkja út frá gömlum ljósmyndum.

Valdimar bannaði síma í Öldutúnsskóla og breytingin er ótrúleg: Nú leika krakkarnir sér, fara á bókasafnið og tala saman

Karlar græða meira á ást kvenna en konur á ást karla

Aukin þekking gerir okkur að eftirsóknarverðu samfélagi

Boðið upp á nám til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð – Færri komust að en vildu

Með hærri laun en borgarstjórar New York og London: Sjáðu tekjuhæstu bæjarstjóranna

Illugi hissa: „Þetta finnst mér mjög skrýtið“

Friður í Sjálfstæðisflokknum á ný

Tekjur áhrifavalda: Snorri með 1,5 milljónir en Sunneva Ýr 229 þúsund

Upplýsingar DV rangar: Illugi ekki með 14 heldur 1,4 milljón á mánuði

Loftgæði fara batnandi – Styrkur svifryks lækkað á höfuðborgarsvæðinu

Myndbönd

21 / fimmtudagur 22. ágúst / Eva Sigurbjörnsdóttir og Elín Agla Briem - Þórarinn Eldjárn

23.08.2019

Suðurnesjamagasín / 22. ágúst

23.08.2019

21 / Þórarinn Eldjárn stendur á sjötugu og gefur út bók með sjötíu vísum

23.08.2019

21 / Eva Sigurbjörnsdóttir og Elín Agla Briem ræða deiluna um Hvalárvirkjun á Ströndum

23.08.2019

Kíkt í skúrinn / 21. ágúst

22.08.2019

21 / miðvikudagur 21. ágúst / Davíð Þorláksson og Ólafur Arnarson - Sigrún Huld Þorgrímsdóttir

22.08.2019

Viðskipti með Jóni G. / 21. ágúst / Jón Ólafur Halldórsson - Ingrid Kuhlman - Ólafur M. Jóhannesson

22.08.2019

21 / þriðjudagur 20. ágúst / Jón Atli Benediktsson - Ólöf Júlíusdóttir

21.08.2019

21 / mánudagur 19. ágúst / Drífa Snædal - Ólafur Örn Haraldsson

20.08.2019

Viðskipti með Jóni G. / 14. ágúst / Jón von Tetzchner - Páll Harðarson

15.08.2019

Skrefinu lengra / 14. júlí

15.07.2019

Skrefinu lengra / 7. júlí

08.07.2019