Fréttir

Stundin.is greinir frá

Borgarritari líkir borgarfulltrúum við „tudda á skólalóð“ og segir nóg komið

Stefán Eiríksson borgarritari fer hörðum orðum um framkomu ótilgreindra borgarfulltrúa í garð starfsfólks borgarinnar. Segir hegðunina til skammar, til tjóns fyrir borgina og að um tuddaskap sé að ræða.

Hólmfríður Garðarsdóttir er gestur í 21 í kvöld:

43 prósent tungumála í útrýmingarhættu

Alþjóðadagur móðurmálsins er í dag, 21. febrúar. Alls eru 6500 tungumál töluð í heiminum og á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna kemur fram að 43 prósent þeirra séu í útrýmingarhættu. Þar segir að á tveggja vikna fresti deyi tungumál út og með því menningarleg og vitsmunaleg arfleifð. Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands og starfsmaður Veraldar – Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, er gestur Lindu Blöndal í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í kvöld og telur rétt að hafa áhyggjur af þessari útrýmingarhættu tungumála. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Starfsgreinasambandið vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. SGS telur að ekki verði komist lengra í deilunni nema með því að taka þetta skref. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er gestur í 21 í kvöld:

Fæ ekki sömu þjónustu eða verð

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er stofnandi nýrrar matvörubúðar á Hallveigarstíg er nefnist Super1. Sigurður Pálmi er gestur Sigmundar Ernis í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í kvöld, þar sem hann ræðir þessa nýju verslun sína. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Viðræðum slitið

Búið er að slíta kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins. Þetta var niðurstaða fundar milli deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag

Gestur Ólafsson er gestur Björns Jóns Bragasonar í 21 í kvöld:

Heilsuspillandi borgir lögðu grunn að skipulagsmálum

Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur er gestur Björns Jóns Bragasonar í frétta- og umræðuþættinum 21 á Hringbraut í kvöld, þar sem hann ræðir skipulagsmál og skipulagsfræði. Þátturinn hefst klukkan 21:00.

Ari Edljárn í persónulegu viðtali í Mannamáli í kvöld:

Í raun og sann er ég feiminn strákur

Það vatt einu sinni upp að mér maður þar sem ég var að skemmta og sagði ábúðarfullur við mig að ég ætti að fara að mennta mig svo ég gæti fengið mér almennilega vinnu. Varla ætlaði ég mér að vera skemmtikraftur til sjötugs. Og ég hugsaði málið si sona, svaraði honum um hæl að hér og nú hefði ég ákveðið mig; ég myndi verða eins lengi í þessu og Ómar Ragnarsson. Þetta er meðal þess sem skemmtikrafturinn Ari Eldjárn segir í persónulegu samtali sínu við Sigmund Erni í Mannamáli í kvöld.

Már hættir sem seðlabankastjóri í sumar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun láta af störfum í sumar eftir 10 ára starf. Seðlabankastjóri er skipaður til fimm ára í senn og lætur Már af störfum þar sem lögum samkvæmt má ekki skipa sama mann í embættið oftar en tvisvar.

Tvö íslensk verk tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Elín, ýmislegt, skáldsaga eftir Kristínu Eiríksdóttur, og Kóngulær í sýningargluggum, ljóðabók eftir Kristínu Ómarsdóttur, hafa verið tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Alls eru 13 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur tilnefndar og tilkynnt verður um verðlaunahafann í Stokkhólmi í haust.

Innflutningur á ferskvöru verði heimilaður

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá og með 1. september næstkomandi. Frumvarpið er lagt fram til að bregðast við niðurstöðu EFTA-­dóm­stólsins og Hæstaréttar Íslands.

Heppnasti maður í heimi

Segir málið togað í pólitískar skotgrafir

Býst við viðræðuslitum

Skírlífi í ár skilyrði fyrir blóðgjöf homma

VG þarf að spenna beltin

Húsleitir hjá laxeldisrisum

Sakar verkalýðshreyfinguna um „brot á vinnulöggjöfinni“

Ósætti í ríkisstjórninni

Óttaðist að hitta brjálaðan mann í herberginu

Fjárfesti ekki í fyrirtækjum ofurlauna

Myndbönd

21 / fimmtudagur 21. febrúar / Allur þátturinn

22.02.2019

21 / Sigurður Pálmi ræðir nýja verslun sína, Super1

22.02.2019

21 / Hólmfríður Garðarsdóttir ræðir um útrýmingarhættu tungumála á Alþjóðadegi móðurmálsins

22.02.2019

21 / Gestur Ólafsson ræðir um skipulagsmál og skipulagsfræði

22.02.2019

21 / Álfrún Pálsdóttir um Karl Lagerfeld

22.02.2019

Suðurnesjamagasín / 21. febrúar

22.02.2019

Mannamál / Ari Eldjárn fer á kostum í persónulegu samtali

22.02.2019

Viðskipti með Jóni G / 20. febrúar / Ragnar Árnason - Guðrún Ragnarsdóttir

21.02.2019

21 / miðvikudagur 20. febrúar / Allur þátturinn

21.02.2019

21 / þriðjudagur 19. febrúar / Allur þátturinn

20.02.2019

Atvinnulífið / Spænskur banki fjármagnar fasteignakaup fyrir Íslendinga

19.02.2019

21 / mánudagur 18. febrúar / Allur þátturinn

19.02.2019