Fréttir

Ráðuneyti og stofnanir keyptu auglýsingar á samfélagsmiðlum fyrir rúmar 20 milljónir króna

Ráðuneyti og undirstofnanir þeirra keyptu auglýsingar fyrir rúmar 20 milljónir króna á samfélagsmiðlum, eins og Facebook og Youtube, á árunum 2015 til 2018. Þetta kemur fram í svörum allra ráðherra vegna fyrirspurnar Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Fréttablaðið greinir frá því að kostnaður vegna kaupa á auglýsingum á samfélagsmiðlum hafi ríflega tífaldast á þessum árum.

Hafa aldrei stöðvað jafn ölvaðan ökumann áður

Tilkynnt var um rásandi aksturslag bifreiðar um hádegisbilið fyrr í vikunni og fylgdi tilkynningunni til lögreglunnar á Suðurnesjum skráningarnúmer ökutækisins. Skömmu síðar stöðvuðu lögreglumenn för bifreiðarinnar og höfðu tal af ökumanni. Að sögn lögreglunnar var strax ljóst að ökumaðurinn var alls ekki í standi til að aka bifreiðinni og segir lögreglan enn fremur að í raun hafi hann ekki verið í standi til að vera á fótum.

Segja Íslandspóst standa í undirboðum á akstri

Krist­inn Sig­urðsson, stjórn­ar­formaður Sendi­bíla­stöðvar­inn­ar, og Þórður Guðbjörnsson, framkvæmda­stjóri Nýju sendi­bíla­stöðvar­inn­ar, eru á meðal þeirra sem segja að Íslandspóst­ur hafi staðið í und­ir­boðum á akstri til lengri tíma. Þeir segja að slík undirboð hafi áhrif á alla sem starfa inn­an sendibílabransans og telja að Ísland­s­póstur fari út fyr­ir verksvið sitt þegar fyr­ir­tækið ger­ir til­boð í akst­ur á stærri vör­um.

Gætu þurft að bíða fram til áramóta

Eftir að Boeing 737 MAX þotur voru kyrrsettar um miðjan mars í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa gerði Icelandair breytingar á flugáætlun sinni fram í miðjan september. Í síðustu viku uppgötvaðist mögulegur nýr galli í stýrikerfi flugvélanna, sem veldur Icelandair óvissu. Vonir höfðu staðið til að Boeing MAX þotur flugfélagsins fengju að takast á loft að nýju með haustinu en líklegt er talið að vegna þessa mögulega galla dragist það fram til áramóta.

Mikill meirihluti landsmanna vill fjölga eftirlitsmyndavélum

Samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið vill mikill meirihluti landsmanna fjölga eftirlitsmyndavélum um landið. 67,5 prósent landsmanna eru hlynntir slíkri fjölgun og rúmlega 12 prósent andvígir. Þá eru rúmlega 20 prósent hvorki hlynntir né andvígir fjölgun eftirlitsmyndavéla.

Laumufarþegi lenti stutt frá manni í sólbaði

Talið er að laumufarþegi hafi fallið úr flugvél Kenya Airways á sunnudaginn. Flugvélin var að koma frá Nairobi í Kenýa, en lík laumufarþegans fannst skammt frá Heathrow flugvellinum rétt fyrir utan London á sunnudaginn. Lögreglan segir að laumufarþeginn hafi líklegast verið að fela sig í lendingarbúnaði flugvélarinnar. Laumufarþeginn lenti eingöngu rúmlega einum metri frá manni sem var í sólbaði í garðinum sínum í Clapham.

Krabbameinsfélagið fellst á beiðni heilbrigðisráðuneytis um framlengingu leitarstarfs

Krabbameinsfélagið hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðuneytisins um að halda skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi áfram á Leitarstöð félagsins til ársloka 2020. Óvissa hefur ríkt um skipulag og framkvæmd skimana fyrir krabbameinum eftir að heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í mars síðastliðnum að hún hygðist gera breytingar á skimuninni og fella hana undir opinbera þjónustu, til dæmis heilsugæsluna.

Oddný: „Allt fyrir auðmennina virðist vera mottó ríkisstjórnarinnar“

Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vill setja auðlindarentuskatt á orkufyrirtæki.

Íslendingar borða minna af rauðu kjöti - Óttast áhrif á hlýnun jarðar

Yfir helmingur landsmanna kvaðst neyta mjólkurvara og hvíts kjöts oft eða alltaf sem hluta af sínu daglega mataræði. Þetta kemur fram í nýrri könnun frá MMR. Tæplega einn af hverjum fimm kvaðst sjaldan eða aldrei neyta mjólkurvara eða rauðs kjöts og nærri fjórðungur landsmanna sagði fisk sjaldan eða aldrei vera hluta af sínu daglega mataræði.

Karl Dan og Helena Ósk Harðardóttir eigendur fyrirtækisins Epoxy Verk hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Fasteignir og heimili í kvöld:

Litagleðin og mynstrin eru í aðalhlutverki í níðsterkum titaníum gólfum

Hjónin Karl Dan og Helena Ósk Harðardóttir eru eigendur fyrirtækisins Epoxy Verk sem sérhæfir meðal annars í titanium gólfefnum sem er orðið vinsæll valkostur þegar kemur að því að velja sterk og endingargóð gólfefni. Sjöfn heimsækir hjónin í Hafnarfjörðinn á heimili þeirra þar sem titaníum gólf spilar stórt hlutverk í öllum regnboganslitum og fanga augað um leið og inn er komið. Sjöfn fær fræðslu um helstu kosti þessa gólfefnis og innsýn í litagleðina og mynstrin sem í boðið eru. Sjón er sögu ríkari.

Glæsileg og ný raðhús í fjölskylduvænu hverfi í Reykjanesbæ

Íslandspóstur setur prentsmiðjuna Samskipti í söluferli - Taprekstur öll rekstrarárin nema árið 2007

Birgitta snýr aftur: Gengin til liðs við Pírata - Ólga innan flokksins - „Ekki hægt að kenna mér um það í þetta skiptið“

Himneskir hollusturéttir Margrétar Leifs í nestistöskuna í sumar

Þor­björn Þórðar­son segir upp: „Það svo sem stóð alltaf til á sín­um tíma“

Notkun samfélagsmiðla mest á Íslandi – Metnotkun hjá eldri borgurum

Segir umræðu um ofþyngd og offitu ýkta – „Fólk í yfirþyngd getur verið heilbrigðara en fólk í undirþyngd“

Helmingur landsmanna vill halda Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri

Sjáðu tölvupóstinn sem Magnús Geir sendi starfsmönnum RÚV: Bjartsýnn á að fá starfið

Guðni ósáttur: Hvað er að Íslendingum? „Til skammar [...] Ger­ir Ísland aumk­un­ar­vert“

Myndbönd

Fasteignir og heimili / 1. júlí

02.07.2019

Fasteignir og heimili / 24. júní

28.06.2019

21 / þriðjudagur 25. júní / Hanna Björk Þrastardóttir ræðir hvarf Jóns Þrastar sonar síns

26.06.2019

Súrefni / 19. júní

20.06.2019

Fasteignir og heimili / 17. júní

18.06.2019

21 / fimmtudagur 13. júní / Allur þátturinn

14.06.2019

21 / Sigmundur Ernir og Bjartmar Oddur Þeyr ræða umdeildar lóðaúthlutanir í Reykjavík

13.06.2019

21 / Sigurður Hannesson / Íslenskri hönnun og húsgögnum hampað á Bessastöðum

13.06.2019

21 / Hildigunnur H. Thorsteinsson og Lovísa Árnadóttir / Konur sækja fram í orkugeiranum

13.06.2019

21 / miðvikudagur 12. júní / Allur þátturinn

13.06.2019

Viðskipti með Jóni G. / 12. júní / Árni Oddur Þórðarson - Rúna Magnúsdóttir

13.06.2019

Viðskipti með Jóni G. / Seinni kynning 12. júní

12.06.2019