Fréttir

Myndband af Katrínu frá árinu 2016 vekur mikla athygli: „Er þetta sama manneskjan?“

Á hverri mínútu flýja 24 einstaklingar heimili sín. Það er aðstaða sem ekki nokkur maður vill lenda í. Þetta fólk lendir oft í mikilli neyð. Það er okkar skilda að hjálpa fólki og við getum tekið á móti fleirum.

Vigdís: „Nú þegar hefur málinu verið vísað til umboðsmanns barna“

„Í 14. gr. barnasáttmála sameinuðu þjóðanna segir að aðildarríki skulu virða rétt barns til frjálsrar hugsunar, sannfæringar og trúar. Inngrip Reykjavíkurborgar í sumarvinnu ólögráða barna í Vinnuskólanum þar sem þeim var „boðið“ að taka þátt í mótmælum og gerð mótmælaspjalda er lagalega vafasöm. Að okkar mati er Vinnuskólinn kominn langt út fyrir sitt lögbundna hlutverk.“ Þetta segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.

Djúp vonbrigði með ríkisstjórn Katrínar og Bjarna: Sýnið mannúð, samkennd og virðingu

Þingflokkur Pírata fordæmir fyrirhugaðar brottvísanir flóttabarna til Grikklands þar sem aðstæður eru fullkomlega óboðlegar börnum. Allar helstu mannréttindastofnanir eru samhuga um að aðstæður flóttafólks í Grikklandi séu það slæmar að ekki eigi að endursenda flóttamenn þangað, sér í lagi börn eða aðra hópa í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þingflokki Pírata vegna Sarwary og Safari sem til stóð að vísa úr landi. Brottvísun fjölskyldnanna hefur verið frestað um viku. Í yfirlýsingunni segir enn fremur:

Sjáðu hjartnæmt en átakanlegt myndskeið nemenda Hagaskóla: „Ekki í fokking lagi“

Samnemendur hinnar 14 ára Zainab Safari sem stundar nám í Hagaskóla og stendur til að vísa úr landi, hafa útbúið hjartnæmt en átakanlegt myndskeið þar sem þau krefjast þess að hún fái að vera áfram á Íslandi. Zainab er eins og áður segir aðeins 14 ára gömul en hefur þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Nemendur í Hagaskóla hafa mótmælt harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi.

Sesselía ráðin til Íslandspósts

Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Þjónustu- og markaðssviðs Íslandspósts og tekur til starfa í lok sumars. Hún hefur starfað sem forstöðumaður stafrænna miðla og markaðsmála hjá Advania frá árinu 2016 en áður starfaði hún sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði markaðsmála. Sesselía bjó lengi í Svíþjóð þar sem hún var ein af stofnendum og stjórnandi hjá alþjóðlegu leigumiðluninni Red Apple Apartments.

Kristján Þór Júlíusson skipar áhættumatsnefnd: 6 manns eiga að efla matvælaöryggi landsmanna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru eins og mælt er fyrir um í matvælalögum og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Guðmundur Hreiðar var aðeins 28 ára þegar hann féll frá

Maður­inn sem lést af slysförum á Innstrandarvegi, við Hrófá, skammt frá Hólmavík þann 30. júní hét Guðmundur Hreiðar Guðjónsson. Hann var aðeins 28 ára gamall.

Umhverfisstofnun krefst 3.800 milljóna króna frá þrotabúi WOW Air

Umhverfisstofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á þrotabú flugfélagsins WOW Air að upphæð 3.798.631.250 króna vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á losunarheimildum fyrir árið 2018. Um er að ræða langhæstu sekt sem Umhverfisstofnun hefur lagt á í sögu stofnunarinnar.

Fjögur börn greinst með alvarlega sýkingu af völdum E. coli bakteríunnar – Tvö á spítala

Á undanförnum 2–3 vikum hafa fjögur börn greinst á Íslandi með alvarlega sýkingu af völdum E. coli bakteríu (STEC). Börnin sem sýktust búa öll á höfuðborgarsvæðinu en hafa öll líklega smitast í uppsveitum Árnessýslu eða nánar tiltekið í Bláskógabyggð en á þessari stundu er ekki ljóst hver uppspretta smitsins er. Frá þessu er greint í tilkynningu frá sóttvarnalækni.

Davíð talar með niðrandi hætti um konur í Morgunblaðinu: Lauslát, óþekktarrolla og horuð skepna

Í leiðara Morgunblaðsins í dag skrifar Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins með niðrandi hætti um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Davíð svarar grein Þorgerðar sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar fjallaði Þorgerður Katrín um hörð innanflokksátök sem nú eiga sér stað innan Sjálfstæðisflokksins. Hefur Davíð gagnrýnt forystu síns gamla flokk harðlega í nokkrum Reykjavíkurbréfum og hafa bæði Þórdís Kolbrún Reykfjörð og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir svarað Davíð. Ritstjóri Morgunblaðsins bregst við með því að tala niðrandi um konur.

Segist hafa hitt ofurölvi ráðherra: „Man ekkert eftir að hafa hitt mig“ – Landinu stjórnað af veiku fólki

Kolbrún: „Af hverju sýna stjórnvöld ekki mannúð í verki?“

Fjármálaeftirlitið segir VR óheimilt að afturkalla umboð stjórnarmanna í Lífeyrissjóði verzlunarmanna

Jasmina fluttist til Íslands eftir fjögur ár á flótta – Eigum ekki að senda börn og foreldra í leit að öryggi úr landi

Óli Björn: „Þess er ekki langt að bíða að eldri borgarar utan vinnumarkaðar verði fleiri en þeir sem eru undir tvítugu“

Grímur veðsetti heimilið í hruninu: Samhentur og öflugur hópur náð miklum árangri - „Hef trú á að félagið eigi enn mikið inni“

Nafn mannsins sem lést af slysförum þann 27. júní

Hollt og gott í nestistöskuna sem eykur orku og úthald – „Nú ætlum við að drullumalla Chia graut“

Óvissustigi aflýst vegna hættu á gróðureldum

Bæjarfulltrúi seldi íbúðina: Hótanir og börnin skelfingu lostin - „Hann var að segja að ég ætti ekki börnin“

Myndbönd

Fasteignir og heimili / 1. júlí

02.07.2019

Fasteignir og heimili / 24. júní

28.06.2019

21 / þriðjudagur 25. júní / Hanna Björk Þrastardóttir ræðir hvarf Jóns Þrastar sonar síns

26.06.2019

Súrefni / 19. júní

20.06.2019

Fasteignir og heimili / 17. júní

18.06.2019

21 / fimmtudagur 13. júní / Allur þátturinn

14.06.2019

21 / Sigmundur Ernir og Bjartmar Oddur Þeyr ræða umdeildar lóðaúthlutanir í Reykjavík

13.06.2019

21 / Sigurður Hannesson / Íslenskri hönnun og húsgögnum hampað á Bessastöðum

13.06.2019

21 / Hildigunnur H. Thorsteinsson og Lovísa Árnadóttir / Konur sækja fram í orkugeiranum

13.06.2019

21 / miðvikudagur 12. júní / Allur þátturinn

13.06.2019

Viðskipti með Jóni G. / 12. júní / Árni Oddur Þórðarson - Rúna Magnúsdóttir

13.06.2019

Viðskipti með Jóni G. / Seinni kynning 12. júní

12.06.2019