Zuckerberg kallaður fyrir breska þingnefnd

Markaðsvirði Facebook hefur hrapað um 40 milljarða dala

Zuckerberg kallaður fyrir breska þingnefnd

Mark Zuckerberg, stofnandi og aðaleigandi Facebook, hefur verið kallaður fyrir breska þingnefnd til að svara spurningum um notkun persónuupplýsinga af Facebook af hálfu fyrirtækisins Cambridge Analytica, sem mikill styr hefur staðið um síðustu daga. Zuckerberg hefur hingað til ekki tjáð sig um málið á sama tíma og það er farið að hafa veruleg áhrif á fyrirtækið, til dæmis lækkað markaðsvirði þess um 40 milljarða dala.

Komið hefur í ljós að Cambridge Analytica notaði Facebook prófíla allt að 50 milljóna kjósenda fyrir bandarísku forsetakosningarnar 2016 með óleyfilegum hætti.

Damian Collins, sem fer fyrir sérstakri rannsókn breska þingsins á falsfréttum segir að hingað til hafi Facebook blekkt nefndina. Í skriflegri ósk til Zuckerberg segir hann að nú sé kominn tími til að heyra frá nægilega háttsettum stjórnanda til að fá rétta mynd af því „þessum hörmulegu mistökum í vinnuferlum."

 

Nýjast