Xd: póstnúmer 103 og 104 gleymdust

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, sem kynntur var í gærkvöld hefur vakið athygli fyrir margra hluta sakir, þótt mesta athygli veki raunar að reyndustu borgarfulltrúa flokksins, Kjartan Magnússon og Áslaugu Friðriksdóttur, er þar hvergi að finna.

Þeim var slátrað, svo notað sé tungumál gömlu daganna - og má ljóst vera að nokkur hópur traustra flokksanna finnst illa vegið að þessu ágæta fólki.

Næstmesta athygli vekur að þeir sem Eyþór Arnalds valdi með sér á lista virtust vera algerlega óviðbúnir athyglinni og voru frekar ráðvilltir. Það jafnar sig efalaust. Aðrir tóku eftir því að frambjóðendur voru merktir eftir póstnúmerum, eins og búseta eftir hverfum skipti máli. Það kann að vera. http://xd.is/2018/02/22/frambodslisti-sjalfstaedisflokksins-i-reykjavik-fyrir-borgarstjornarkosningarnar-2018/

En þeir sem hnutu um þetta tóku líka eftir því að á borgarstjórnarlista Eyþórs Laxdals Arnalds er enginn úr póstnúmerum 103 og 104, sem ná yfir þann hluta Reykjavíkur sem gengur nú í einna hraðasta endurnýjun lífdaga, Holtin, Hlíðarnar, eystri Mýrarnar og Kringlusvæðið.

Á framboðslista sem leggur svo mikið upp úr póstnúmerum hljóta hér að hafa orðið mistök. Nema eldarnir innan flokksins hafi logað of glatt til þess að nokkur hafi haft hugsun á þessu oggolitla smáatriði.