Wow nær samkomulagi við skuldabréfaeigendur

Meiri­hluti skulda­bréfa­eig­enda WOW air hef­ur kom­ist að sam­komu­lagi um fjár­hags­lega endurskipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­komu­lagið felst í að breyta skuld­um skuldabréfaeigendanna í hluta­fé með það fyrir augum að fjár­magna flugfé­lagið þar til það nær stöðug­leika til langframa. Þetta kemur fram í fréttatil­kynn­ingu frá WOW air og Mbl.is greinir frá.

„Þetta er mik­il­vægt skref í fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins og stöðug­leika WOW Air til langframa,“ seg­ir í til­kynn­ingunni.

WOW greindi frá þessum áformum sínum á sunnudag. Áformin kváðu á um að umbreyta skuldum í 49 prósent hlutafjár og að bjóða 51 prósent hlut í félaginu til sölu.  Flugfélagið bindur vonir við að fá 40 milljónir dollara, eða fimm miljarða króna, fyrir 51 prósent hlutinn.

Þar sem þessi áform hafa nú verið samþykkt af nægilega mörgum skuldabréfaeigendum eru form­leg­ar viðræður við mögu­lega fjár­festa nú þegar hafn­ar.