Wow aldrei skuldað isavia tvo milljarða

Flugfélagið Wow air hefur aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna. Þetta segir upplýsingafulltrúi Wow. Á forsíðu Morgunblaðsins í morgun er haft eftir nafnlausum heimildum að flugfélagið skuldi Isavia tvo milljarða króna í lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli. 
 

Svanhvít Friðriksdóttir segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu Rúv að alla jafna tjái Wow air sig ekki um einstaka birgja eða þjónustusamninga. Þau geti þó staðfest að fréttin í Morgunblaðinu sé röng. „Við höfum aldrei skuldað Isavia 2 milljarða,“ segir í svarinu. Í frétt á mbl.is eftir hádegi er leitað viðbragða við Morgunblaðsfréttinni í morgun hjá starfandi forstjóra Icelandair Group þar sem haft er eftir honum að illskiljanlegt sé, ef rétt reynist, að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í að fjármagna taprekstur flugfélagsins WOW air og skekkja þannig samkeppnisstöðu á markaðnum. 

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/wow-aldrei-skuldad-isavia-tvo-milljarda