Ákvörðun sænska ákæruvaldsins

Julian Assange

Ákvörðun sænska ákæruvaldsins

Vefsíða Wikileaks var opnuð í janúar 2007. Wikileaks samtökin eru í senn sænsk og líka alþjóðleg. Fjölmiðlar nefna ástralska fjölmiðlamanninn Julian Assange stjórnanda vefsíðunar. Hann kemur allavega oft fram sem talsmaður og aðalritsjóri Wikileaks.

Julina Assange var handtekinn í Lundúnum í desember árið 2010 vegna áskana í Svíþjóð um kynferðisbrot. Ákæruvaldið í Svíþjóð er nú hætt að rannsaka þessar ásakanir á hendur honum. Þetta er staðfest í Stokkhólmi.

Julian Assange hefur í fimm ár verið búsettur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þó að hætt sé við rannsókn í Svíþjóð á máli Julian Assange sagði Lundúnalögrelan fyrir stundu að skyldu beri til að handtaka Julian Assange stígi hann fæti út fyrir friðhelgi sendiráðs Ekvador. 

Handtökuskipun frá árinun 2012 er þá í fullu gildi. Fullvíst þykir að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar bíða hans réttahöld fyrir að hafa opinberað leynskjöl í eigu Bandaríkjanna.  

rtá

 

Nýjast