Vita ekki hvernig eigi að vinna í útvarpi

Segir Sigurður G Tómasson í viðtali í DV

Vita ekki hvernig eigi að vinna í útvarpi

Sigurður G. Tómasson, fyrrverandi dagskrárstjóri Rásar 2, hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum sem fjölmiðlamaður. Í opinskáu viðtali við DV lýsir hann því hvernig hann var hrakinn úr starfi dagskrárstjóra Rásar 2 á sínum tíma og skilinn eftir atvinnulaus. Sigurður rekur það til bolabragða Sjálfstæðisflokksins í útvarpsráði sem hafi ekki unnt sér hvíldar fyrr en hann hafði verið hrakinn frá stofnuninni og hafi stundað grímulausar pólitískar ráðningar.

Í kjölfar atburðanna á Rás 2 veiktist Sigurður alvarlega, fékk insúlínháða sykursýki og varð blindur í kjölfarið. Hann telur veikindi sín eiga sér orsök þeim órétti sem hann var beittur en ónæmiskerfi hans gaf sig undir álaginu.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/01/12/sigurdur-g-segir-nuverandi-dagskrarstjora-rasar-1-ekki-vita-hvernig-eigi-ad-vinna-utvarpi/

Nýjast