Vita ekki hvað verðtrygging er

Húsakostir á Spáni skoðaður:

Vita ekki hvað verðtrygging er

Íslendingar flykkjast til Spánar þar sem verðlag og veðrið er öllu betra en hér heima. 

Sigmundur Ernir og Snædís ferðuðst á Líbíuskagann og kynntu sér fyrirtækið Euromarina.

Um ræðir fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir 47 árum. Queseda fjölskyldan hafði keypt landsvæði sem var þá einungis eyðimörk og auðn en nýtt til flugkennslu. Queseda hjónin sáu fyrir sér að búa þar til bæ sem í dag er orðið að veruleika.

Skipulagið í bænum er engu líkt sökum þess að frá upphafi var hugsað fyrir öllu, það er að segja allri þjónustu, heilsugæslum, sameiginleg svæði, verslunarkeðju og svo framvegis. Svæðið er í hæfilegri fjarlægð frá flugvellinum í Alicante, nálægt strönd og skemmtigörðum.

Það sem kom skemmtilega á óvart er utanumhald fyrirtækisins um viðskiptavininn. Euromarina sér um allt frá byggingu hússins niður í val á plöntum í garðinn og allt þar á milli. í raun má segja að hugmyndin um að byggja bæ hafi tekist vel og um leið skapast notalegt samfélag. 

Fasteignirnar sem Euromarina býður upp á eru af öllum stærðum og gerðum. Allt frá stúdíóíbúðum yfir í lúxus villur en segja má að rýmin eru sérlega vel nýtt og innanhúsarkitektúrinn praktískur. Vextir lánanna eru í kringum 2-3% og verðtrygging er einfaldlega óþekkt fyrirbæri. 

Nánar í þættinum Spánarsýsla í kvöld kl 20:00 á Hringbraut.

 

 

Nýjast