Kosningabandalag í uppsiglingu?

Eigum við að  vinna saman? er yfirskrift vinnufundar sem boðaður hefur verið í Iðnó á laugardag en þar koma saman m.a. þingmaður Pírata og þingmaður Samfylkingar.

Hópur fólks í stjórnmálum vill velta upp möguleikum til samvinnu þess sem kallað er umbótaöflin á næsta kjörtímabili á facebook-síðu viðburðarins.


\"Er grundvöllur til samvinnu ? Hver gætu næstu skref verið? 
Við ætlum að hefja samtalið með opnum fundi í Iðnó næstkomandi laugardag kl. 12.30. 
Öll velkomin!\" segir í opnu fundarboði.


Fundarstjóri er Magnús Orri Schram. 
Málshefjendur eru: 
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður
Ilmur Kristjánsdóttir borgarfulltrúi
Margrét Tryggvadóttir fyrrverandi þingmaður
Rósa Björk Brynjólfsdóttir varaþingmaður

Nokkur umræða hefur orðið um kosningabandalag andstöðuflokkanna í þingi en athygli vekur að þingmenn og borgarfulltrúar ólíkra flokka skuli sitja fundinn saman.

Kosningar munu fara fram í haust til Alþingis.