Vinnubrögð sveins andra aðfinnsluverð - þarf að endurgreiða 100 milljónir

Sveini Andra Sveinssyni, hæstaréttarlögmanni og skiptastjóra þrotabúsins EK1923 þarf að endurgreiða þrotabúinu alla þá þóknun sem hann hefur ráðstafað til síns sjálfs af eignum búsins.

Um er að ræða 100 milljónir en Sveinn Andri rukkaði 40 þúsund krónur á klukkutímann fyrir skiptastörf sín stærsta hluta málsins, fyrir utan virðisaukaskatt.

Mbl greindi frá ákvörðun héraðsdóms en í henni er tekið fram að ákvörðunin sé ekki kæranleg til æðra dómstigs.

Kröfuhafar búsins höfðu einnig farið fram á að Sveini Andra yrði vikið úr starfi sem skiptastjóri en þótti Héraðsdómi það ekki rétt.

Vinnubrögð Sveins Andra voru sögð aðfinnsluverð vegna þess að kröfuhafar búsins voru ekki upplýstir um áætlaðan skiptakostnað né tímagjald hans fyrr en eftir á. Þeir hafi ekki getað gert sér grein fyrir því hversu kostnaðarsamur málareksturinn yrði.

Sveinn Andri hefur tíma til 22. nóvember til þess að endurgreiða alla upphæðina til þrotabúsins.